Poppstjarnan Britney Spears og fyrrverandi eiginmaður hennar, Kevin Federline, hefur tekist að halda sonum sínum, Sean Preston og Jayden James, utan sviðsljóssins að mestu þrátt fyrir frægð þeirra.
Sean Preston er sextán ára og Jayden James er fimmtán ára. Sjaldséðar myndir af þeim birtust á Instagram í gær. Forstjóri Movision Entertainment, Eddie Morales, birti nokkrar myndir af sér ásamt drengjunum.
Á myndunum brosa drengirnir breitt og standa sitt hvorum megin við Eddie.
Eddie birti einnig stutt myndband af Jayden James spila á píanóið. Hann hefur greinilega tónlistahæfileika eins og móðir sín. Ýttu á örina til hægri til að sjá myndbandið.
View this post on Instagram