fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Breyttu sögufrægu húsi í Neskaupsstað í hommahöll

Fókus
Þriðjudaginn 5. október 2021 17:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögufræga stórhýsið í Neskaupstað, Sigfúsarhús, sem er næst elsta húsið í Norðfirði hefur fengið nýtt hlutverk og búið er að gera það upp með stórglæsilegri útkomu.

Hákon Hildibrand frumkvöðull, menningarfrömuður og dragdrottning og eiginmaðurinn hans Hafsteinn Hafsteinsson listamaður og rithöfundur áttu sér lengi þann draum að stofna hinsegin listamannaaðsetur og sameina þar með sín störf og áhugasvið ásamt því að skapa sér heilsárs atvinnu í Neskaupstað.

Draumurinn hafði blundað í þeim lengi og varð að loks að veruleika þegar að Sigfúsarhús losnaði. Sjöfn Þórðar heimsækir þá Hákon og Hafstein heim og fær innsýn í þeirra glæsilega híbýli og Hákon sviptir hulunni af leyndardómum herbergjana sem öll eiga sér ákveðin karakter.

Í dag eiga og reka þeir Hákon og Hafsteinn þessa rúmlega 400 fermetra höll, Sigfúsarhúsið sem þeir kalla Hommahöllina. Þar segist Hákon ráða ríkjum ásamt eiginmanninum.

„Við keypt­um drauma­húsið síðasta haust, en Sig­fús­ar­hús var byggt árið 1895 og þurfti al­gjöra end­ur­nýj­un til fyrri glæsi­leika. Við höf­um með hjálp vina og fjöl­skyldu notað síðastliðinn vet­ur­ til að taka húsið í gegn og fært það nær upph­af­legu horfi,“ seg­ir Há­kon og er virkilega ánægður með útkomuna.

Húsið er heimili þeirra hjóna en einnig er þar aðsetur fyrir listamenn. Þangað sækja hinsegin listamenn og aðrir sem vinna með kyn eða hinseginleikann í sínum verkefnum, en þurfa ekki að vera hinsegin sjálfir.

Í húsinu er eitt trylltasta eld­hús landsins, stórt og rúm­gott, heil­ir 18 fer­metr­ar sem áður skipt­ust niður í eld­hús og búr hafa verið sam­einað í eitt rými.

„Okk­ur hef­ur lengi dreymt um drauma­eld­húsið, grand og stórt með miklu vinnuplássi og karakt­er. Þegar við keypt­um húsið var eld­húsið illa nýtt og lög­un­in á því skrýt­in þar sem gamla búrið var byggt inn í rýmið. Ég elska göm­ul búr og hélt að ég myndi aldrei geta rifið slíkt út en í þessu til­felli var það ekki spurn­ing,“ seg­ir Há­kon.

Einnig reka þeir veitingastaðinn og barinn Beituskúrinn, sem flokkast undir hommabar og er þekktur fyrir að þar ríki ávallt gleði, glaumur og gaman. Matseðillinn í Beituskúrnum er síbreytilegur og matarmenning er meðal annars „street food“ eða götubitamatur, frá öllum heimsálfum sem fær að njóta sín í fjölbreytileikanum.

Hákon býður Sjöfn einni Beituskúrinn þar sem hún fær að njóta þess sem þar er í boði og heyra söguna bak við Beituskúrinn sem er á einstaklega fallegum útsýnisstað á Neskaupsstað í labbfæri frá Hommahöllinni.

Missið ekki af litríkri og skemmtilegri heimsókn Sjafnar til Hákons Hildibrands og Hafsteins í kvöld í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?