fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Ástarhreiður til sölu: Svefnherbergið flauelsklætt með fullt af speglum og heitum potti – „Það bjó eitthvað kinky fólk þarna“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 31. október 2021 07:30

Myndir/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook-hópurinn „That’s it, I’m home shaming“ er afar áhugaverður en eins og nafnið gefur til kynna þá dæmir fólk hús annarra í hópnum. Oft er um að ræða einstaklega einkennileg hús og oftar en ekki verða til líflegar umræður um það hvort eitthvað óvenjulegt sé fallegt eða ekki.

Fjölmargar færslur hafa vakið athygli innan hópsins, sem telur rúmlega 220 þúsund meðlimi, en á dögunum vakti eitt hús sérstaklega athygli. „Þetta er hús sem ég og eiginmaður minn erum í alvörunni að hugsa um að kaupa. Við höfum aldrei átt nógu mikinn pening til að eignast hús en af einhverri furðulegri ástæðu er þetta hús mjög ódýrt,“ skrifar kona að nafni Melanie í færslu sem hún birtir í hópnum.

Furðulega ástæðan fyrir ódýra verði hússins er án efa óvenjuleg innanhúshönnun hjónaherbergisins. Melanie deilir myndum af hjónaherberginu en á þeim má sjá að allt gólfið er klætt vínrauðu flaueli. Þá er rúmið í miðju herberginu og í kringum það eru ótal speglar. Einnig er nokkuð rúmgóður heitur pottur í svefnherberginu.

Mynd/Facebook

Klikkað svefnherbergi og nauðsynleg djúphreinsun

Athugasemdirnar við færsluna eru rúmlega þrjú þúsund talsins en þeim flestum veltir fólk því fyrir sér hvers vegna þessi hönnun á svefnherberginu hafi verið fyrir valinu. Nánast allir eru á sama máli um að fólkið sem er að selja húsið hafi hannað svefnherbergið með kynlíf í huga.

Mynd/Facebook

„Það bjó eitthvað kinky fólk þarna á undan þér,“ segir til að mynda í einni athugasemdinni. „Það lítur út fyrir að fólkið sem bjó þarna kunni að hafa gaman,“ segir svo í annarri athugasemd.

Herbergið minnir nokkra meðlimi hópsins á hið svokallaða rauða herbergi úr fimmtíu gráum skuggum (e. 50 Shades of Grey). Þá velta aðrir fyrir sér notagildum þess að hafa heitan pott í svefnherberginu.

Mynd/Facebook

Flestir eru svo á sama máli þegar kemur að því hvort Melanie eigi að kaupa húsið, það sé í góðu lagi svo lengi sem svefnherbergið sé djúphreinsað almennilega eða tekið í gegn.

„Notaðu bara útfjólublátt ljós svo þú vitir hvar þú eigir að þrífa,“ segir til dæmis einn meðlimur hópsins. „Þetta svefnherbergi er klikkað! Það væri pottþétt góð leið til að hefja samræður. Gætir viljað uppfæra litasamsetninguna en þú gætir án efa haft gaman þarna inni,“ segir svo annar meðlimur.

Mynd/Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?