fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fókus

Svava og Hermann gengin í það heilaga

Fókus
Laugardaginn 30. október 2021 18:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt glæsilegasta par landsins, Svava Gunnarsdóttir og Hermann Guðmundsson, gengu í það heilaga í dag, 30. október.

Svava starfar á lögmannsstofunni LEX en hún gat sér ekki síður gott orð fyrir hið vinsæla matarblogg Ljúfmeti og lekkerheit.

Hermann Guðmundsson er forstjóri og einn eigenda heildsölufyrirtækisins Kemi, auk þess sem hann situr í stjórnum nokkurra einkahlutafélaga. Hermann hefur komið víða við í viðskiptalífinu, hann var forstjóri N1 á árunum 2006-2012 og hefur meðal annars setið í stjórnum Samtaka atvinnulífsins, Samtaka verslunar og þjónustu, Klaks hf. og Rannsóknarseturs verslunarinnar. Hann var viðskiptafélagi Bjarna Benediktssonar, núverandi fjármálaráðherra, og fjölskyldu hans um árabil og til dæmis lykilmaður í kaupum Engeyinga og fleiri fjárfesta á Olíufélaginu árið 2006 sem síðar fékk nafnið N1.

Svava hóf störf á LEX árið 2006 sem aðstoðarmaður lögmanna, en hún er mannfræðingur og félagsfræðingur að mennt.

Svava stofnaði bloggið heima í stofusófanum sumarið 2012 og segir hún á heimasíðu sinni að það hafi stækkað hraðar hana hefði nokkurn tímann órað fyrir. „Mig hefði aldrei grunað hvað bloggið ætti eftir að veita mér mikla gleði og verða stór hluti af lífi mínu.“

Fókus óskar parinu innilega til hamingju!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjörnuparið að skilja – „Hjónabandið hefur verið að molna“

Stjörnuparið að skilja – „Hjónabandið hefur verið að molna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eldgleypirinn Ósk gengin út

Eldgleypirinn Ósk gengin út