fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fókus

Fyrrverandi eiginkonan virðist bregðast við að Travis lét hylja yfir nafn hennar með vörum Kourtney

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 27. október 2021 10:00

Shanna, Travis og Kourtney.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trommarinn Travis Barker lét hylja húðflúr með nafni fyrrverandi eiginkonu sinnar, Shönnu Moakler. Hann setti mynd af sporðdreka yfir nafn hennar og útlínur af vörum unnustu sinnar, Kourtney Kardashian.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by travisbarker (@travisbarker)

Travis og Kourtney trúlofuðust í síðustu viku eftir tæplega árs samband. Sambandi þeirra hefur fylgt nokkuð drama. Kourtney og Travis eiga bæði börn úr fyrra sambandi. Kourtney á þrjú börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Scott Disick. Travis á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni Shanna Moakler. Shanna og Travis voru gift á árunum 2004 til 2006.

Bæði Shanna og Scott virðast vera ósátt með sambandið. Shanna hefur látið í sér heyra og kallað hegðun parsins furðulega.

Sjá einnig: Nýja kærastan og fyrrverandi eiginkonan fara í hart á Instagram

Það virðist ekki hafa farið framhjá Shönnu að Travis lét hylja nafn hennar. Hann var með hjarta og nafn hennar í hjartanu á upphandleggnum. Hann lét setja sporðdreka og við hliðina á sporðdrekanum voru útlínur af vörum Kourtney Kardashian. Travis er sporðdreki í stjörnumerki.

Fyrir og eftir.

Shanna virðist tjá sig óbeint um málið í færslu í Instagram Story. People greinir frá.

Shanna birti skjáskot úr hrollvekjunni Point of No Return, sem kom út 1993, ásamt setningu úr myndinni: „I never did mind about the little things“ og tjákni af vörum, sem aðdáendur og nokkrir fjölmiðlar vestanhafs taka sem tilvísun í varir Kourtney sem Travis lét merkja sig með.

Skjáskot/Instagram

Þetta er ekki fyrsta tattúið sem Travis fær sér fyrir Kourtney. Hann lét húðflúra nafn hennar fyrir ofan vinstri geirvörtu sína og mánuði seinna leyfði hann Kourtney sjálfri að húðflúra „ég elska þig“ á handlegg hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“