fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fókus

Áhrifavaldur vekur úlfúð fyrir „ógeðslegar“ og „sjúkar“ sjálfsmyndir úr jarðarför

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 26. október 2021 09:57

Jayne Rivera. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarna og OnlyFans-fyrirsæta hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að hafa deilt myndum af sér fyrir framan kistu föður síns. Gagnrýnendur hafa kallað færsluna „ógeðslega“, „viðbjóðslega“ og „sjúka.“

Jayne Rivera er frá Miami í Flórída. Hún skaust upp stjörnuhiminninn á TikTok fyrir myndbönd sín um tísku, ferðalög og sundfatnað.

Í síðustu viku greindi hún frá því á Instagram að faðir hennar, fyrrum hermaður, væri látinn. Í gær deildi hún síðan færslu með nokkrum myndum af sér þar sem hún stillir sér upp fyrir framan kistu látins föður síns.

Mynd/Instagram

„RIP pabbi þú varst besti vinur minn. Lifðir lífinu til fulls,“ skrifaði hún með myndunum.

Það er óhætt að segja að myndirnar hefðu vakið úlfúð netverja. Fylgjendur hennar voru fokreiðir og sökuðu hana um að sýna föður sínum virðingarleysi.

„Ekki töff Jayne. Pabbi þinn var margheiðraður uppgjafarhermaður, myndataka fyrir framan kistuna hans er fyrir neðan allar hellur. Megi hann hvíla í friði,“ sagði einn fylgjandi hennar.

Mynd/Instagram

„Myndataka í jarðaför? Jesús,“ sagði annar.

„Þetta er bara sjúkt, alveg virkilega ógeðslegt,“ sagði fylgjandi og annar bætti við: „Sú staðreynd að þú deilir einhverju svona segir okkur allt sem við þurfum að vita um þig.“

„Samfélagsmiðla kynslóðin hefur formlega náð botninum,“ segir einn netverji og hafa yfir 5700 manns líkað við athugasemdina.

Jayne lætur ekki gagnrýnina á sig fá, þrátt fyrir að hafa misst fjölda fylgjenda, og er færslan enn á Instagram-síðu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá KALEO
Fókus
Í gær

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Í gær

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Í gær

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye