fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Vanessa Bryant lýsir augnablikinu þegar hún frétti af andláti Kobe og Giönnu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 25. október 2021 12:30

Kobe og Vanessa Bryant. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanessa Bryant lýsir því hvernig hún komst að andlátum eiginmanns síns, Kobe Bryant, og þrettán ára dóttur þeirra, Gianna Bryant, en bandaríski körfuboltakappinn Kobe Bryant og dóttir hans Gianna Bryant létu lífið í þyrluslysi í Calabasas í Bandaríkjunum þann 26. janúar 2020.

Fjórum mánuðum eftir slysið höfðaði Vanessa mál gegn lögreglunni í Los Angeles og sakar hana um að hafa valdið sér geðrænu tjóni (e. emotional distress). Hún heldur því fram að viðbragðsaðilar hafi tekið myndir af líkum Kobe og Giönnu á slysstað og deilt þeim áfram.

Þann 12. október síðastliðinn bar Vanessa vitni í málinu í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom. Afrit af vitnisburði hennar var lagt fram í dómi í gær. New York Times greinir frá.

Bryant fjölskyldan. Mynd/Getty

Vanessa lýsti því hvernig hún komst að andláti eiginmanns síns og dóttur. Hún sagði að morguninn sem slysið átti sér stað, um 11:30, hafi aðstoðarmaður fjölskyldunnar bankað upp á og sagt henni að það hefði orðið slys og að fimm farþegar hafi lifað það af, en aðstoðarmaðurinn vissi ekki hvort Kobe og Gianna væru meðal þeirra.

Allir níu farþegar þyrlunnar létust í slysinu. TMZ var fyrsti miðillinn til að greina frá slysinu,  og barst fyrsta frétt um 11:30, á sama tíma og aðstoðarmaðurinn bankaði á dyr Bryant fjölskyldunnar.

Vanessa segist hafa reynt að hringja í eiginmann sinn en ekki fengið neitt svar. Hún hringdi þá í móður sína til að biðja hana um að passa yngri dætur þeirra, Biöncu, nú 4 ára, og Capri, nú 2 ára, en auk þeirra eiga Vanessa og Kobe dótturina Nataliu sem nú er 18 ára.

„Um leið og ég skellti á mömmu þá hélt ég á símanum, því ég var augljóslega að reyna að hringja í eiginmann minn og þá fara allar þessar meldingar (e. notifications) að poppa upp á símanum: „RIP Kobe. RIP Kobe. RIP Kobe.“

Vanessa sagði að yfirvöld hafi neitað að veita henni upplýsingar í gegnum síma og hún hafi því þurft að keyra á lögreglustöðina sem næst var slysstað, í um eins og hálfs tíma fjarlægð frá heimili hennar. Vanessa sagði að hún hafi komið á stöðina um 13:30 og eftir smá bið hafi lögreglustjórinn loks sagt. henni hvað gerðist.

Vanessa sagði að hún hafi óttast að aðdáendur, drónar og þyrlur myndu taka myndir af eiginmanni hennar, dóttur og vinum þeirra og sagði við lögreglustjórann: „Ef þú getur ekki komið með eiginmann minn og barn til baka, viltu passa að enginn taki myndir af þeim. Gerðu það að loka svæðinu.“

Mynd/Getty

Hún sagði að lögreglustjórinn hafi sagt við hana: „Allt er í góðu. Svæðið er lokað. Það er regnhlíf yfir svæðinu.“

Lögfræðingar lögreglunnar í Los Angeles svöruðu lögsókn Vanessu í maí. Í skjölum þeirra kemur meðal annars fram: „Sýslan líður ekki að myndir séu teknar á slysstað og hefur brugðist viðeigandi við athæfum einstakra starfsmanna. Það þýðir samt ekki að stefnandi eigi raunhæfa kröfu að lögum […] Myndunum var ekki dreift til fjölmiðla og var ekki deilt á netinu. Þeim var ekki dreift opinberlega.“

Vanessa var spurð við skýrslutöku hvað „geðrænt tjón“ merkir fyrir hana. „Geðrænt tjón merkir að ég þarf ekki aðeins að syrgja eiginmann minn og barn, heldur þarf ég það sem eftir er ævi minnar að óttast að þessar myndir af eiginmanni mínu og barni verði lekið.“

Vanessa segir að krafa hennar sé að einhver taki ábyrgð í málinu. „Enginn ætti að þurfa að þola svona sársauka, og að óttast fyrir hönd fjölskyldu sinnar, að myndirnar fari í dreifingu. Það er ekki í lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Í gær

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk