Útvarpsstjarnan Jón Axel Ólafsson og útgáfustjórinn María B. Johnson eru að selja sumarbústað sinn við Skorradalsvatn. Smartland greinir frá. Hjónin óska eftir tilboði en fasteignamat er rúmlega þrettán milljónir.
Jón Axel er vel kunnugur landsmönnum sem útvarpsmaður. Hann er einn af þáttastjórnendum Ísland vaknar á K100. María er útgáfustjóri Eddu útgáfu.
Sumarbústaðurinn var byggður árið 1996. Það eru fjögur svefnherbergi og bátaskýli að utan.
Bústaðnum er lýst sem rómantískum og hlýlegum, umkringdum trjám við Skorradalsvatn. Þú getur lesið nánar um hann hér.
Þú getur séð fleiri myndir á fasteignavef MBL.