fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fókus

Stórfurðulegt fyrsta stefnumót – Pantaði 100 tacos og lét hana borga

Fókus
Sunnudaginn 17. október 2021 13:32

Elyse Myers.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið stressandi og vandræðalegt að fara á fyrsta stefnumót. Ef þú átt erfitt með að fara á fyrsta stefnumót þá mun saga þessarar ungu konu ekki hjálpa.

Elyse Myers sagði frá versta stefnumóti sem hún hefur farið á í myndbandi á TikTok, sem má sjá neðar í greininni. Það er óhætt að segja að sagan hefur farið „viral“. Það hefur fengið yfir 15 milljónir í áhorf og fjöldi fjölmiðla vestanhafs fjallað um stefnumótið, svo ævintýralega furðulegt er það.

Sagan byrjar á því að Elyse var á stefnumótaforriti. Karlmaður sendir henni skilaboð: „Ég fíla andlitið þitt, fáum okkur mat saman.“

Elyse er alltaf til í mat og tók boðinu. Maðurinn sagði henni að koma til sín og þau myndu keyra saman á veitingastaðinn. Hún segir að á þessum tímapunkti hefði hún átt að hætta við stefnumótið, eða allavega hitta manninn á staðnum. En hún keyrði til mannsins.

„Ég keyrði í 45 mínútur heim til hans. Hann stóð fyrir utan húsið. Hann kom upp að bílnum mínum og sagði: „Ég hef týnt lyklunum. Getur þú keyrt okkur þangað?“ Hefði ég átt að skilja hann þarna eftir og fara heim? Já. Gerði ég það? Nei,“ segir Elyse.

Furðuleg byrjun vissulega en ekkert miðað við það sem gerðist næst.

100 skeljar

Maðurinn gaf Elyse leiðbeiningar hvert hún ætti að keyra. Hún segir manninn hefði alveg eins getað gefið henni leiðbeiningar í tómt vöruhús og myrt hana, þar sem hún þekkti ekki umhverfið og fylgdi öllum leiðbeiningum sómasamlega. En sem betur fer var morð ekki á dagskrá en þau enduðu fyrir framan skyndibitastaðinn Taco Bell. Nema þau fóru ekki inn, heldur í bílalúguna.

„Við komum að hátalaranum. Hann teygir sig yfir mig og segir: „Ég ætla að fá hundrað harðskelja tacos. Takk.“

Hundrað tacoskeljar eru ansi margar og ekki ódýrar eins og Elyse veit vel af eigin raun. Maðurinn var ekki aðeins búin að týna bíllyklunum heldur gleymdi hann einnig veskinu sínu og bað hana um að borga.

Sagan er ekki búin. Þau fóru heim til hans til að borða þetta óhóflega magn af tacos. Maðurinn bjó með föður sínum, sem henni fannst ekkert svo skrýtið.

„Við löbbuðum framhjá pabba hans og inn í eldhús, og hann byrjaði að tæma boxin með tacoskeljunum, bara henti þeim á borðið. Setti tvo stóla við borðið, settist niður og öskraði af öllum lífs og sálarkröftum: „LET‘S FEAST!““

Elyse útskýrir hvernig þau byrjuðu að borða tacos í algjörri þögn. Síðan gekk pabbi hans inn í eldhús og fékk sér tacos. „Hann stóð yfir okkur og borðaði, bara stóð þarna. Hann settist ekki, stóð við hliðina á borðinu og borðaði. Hann horfir síðan á mig og segir: „Viltu sjá stúdíóið mitt?““

Á þessum tímapunkti ákvað Elyse að þetta væri komið gott og nú væri tími til að fara „annars yrði ég myrt, hundrað prósent.“

„Ég geng út með restina af tacos skeljunum og horfði til baka bara: „Takk fyrir þessa upplifun. Þú munt aldrei heyra frá mér aftur.“

Eins stórkostleg og sagan er þá er enn betra að heyra Elyse segja hana sjálf. Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@elysemyersI haven’t been to a @tacobell since. ##coffeetalk ##theadhdway ##firstdatefail ##tacobell♬ original sound – Elyse Myers

Eins og fyrr segir vakti myndbandið mikla athygli og höfðu netverjar ótal spurningar sem Elyse svaraði í öðru myndbandi. Meðal helstu spurninga sem brunnu á netverjum var hvað maturinn hefði kostað og hvort hún hefði endað með að borða restina af tacosskeljunum. Maturinn kostaði tæplega 20 þúsund krónur og já að sjálfsögðu borðaði hún allar skeljarnar sem voru vissulega orðnar frekar mjúkar og tæpar þegar á síðustu var gengið.

@elysemyers##tacoguy ##firstdatefail ##questionsanswered ##coffeetalk ##theadhdway @tacobell♬ original sound – Elyse Myers

@elysemyersReply to @elysemyers ##tacoguy ##firstdatefail ##coffeetalk ##theadhdway @tacobell♬ original sound – Elyse Myers

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið

Tinder ekki að gefa? – Kannski Bænder sé málið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“

Haukur Már skipti út frönskum og fékk kvörtun nakinn í World Class – „Ég hef svona semi fengið morðhótanir“