fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Inga Þóra um kjaftasögurnar á barnaland.is – „Ég fór úr því að vera venjuleg húsmóðir yfir í það að allir vissu hver ég var“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. október 2021 12:30

Inga Þóra. Mynd/Hallur Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg áföll hafa litað ævi Ingu Þóru Jónsdóttur sem er í forsíðuviðtali nýjasta tölublaðs Vikunnar. Hún varð fyrir kynferðisofbeldi í æsku og hefur þrívegis greinst með krabbamein. Fyrir nokkrum árum skildi hún við eiginmann sinn til tuttugu ára, sem var ekki bara erfitt fyrir þau heldur alla fjölskylduna.

Fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir er Snorri Snorrason sem margir þekkja sem sigurvegara Idol-stjörnuleit árið 2006.

Inga Þóra opnar sig um þátttöku Snorra í keppninni og hvaða áhrif það hafði á hana og samband þeirra.

„Ef einhver myndi spyrja mig hvort þessi keppni hefði verið þess virði myndi svar mitt hiklaust vera nei,“ segir hún í viðtali Vikunnar.

„Þetta var auðvitað mikil pressa. Hann vann allan daginn og fór svo beint í stúdíó að æfa fyrir keppnina svo álagið var mikið. Við höfðum verið með skýra verkaskiptingu á heimilinu en þarna var það allt á mínum herðum,“ segir hún og heldur áfram:

„Svo bættust við kjaftasögur um okkur, sem flestar voru sprottnar upp á vefnum barnaland.is þar sem fólk skrifaði undir nafnleynd og leyfði sér að segja hræðilega ljóta hluti um mig, til að mynda að ég væri í neyslu sem var eins fjarri sannleikanum og hægt var,“ segir Inga Þóra og bætir við að hún hefur aldrei notað fíkniefni og hætti að langa að drekka áfengi eftir að synir hennar fæddust.

Tók það nærri sér

„Ég tók þetta ljóta umtal ofboðslega nærri mér og fyrst langaði mig að leiðrétta allar þessar kjaftasögur en það þýddi ekki neitt. Þetta var bara ógeðslega ljótt. Ég fór úr því að vera venjuleg húsmóðir yfir í það að allir vissu hver ég var og allir voru að velta sér upp úr lífi mínu. Það var ekki eins og ég væri að sækjast eftir þessari athygli. Ég var ekki að keppa í Idolinu.“

Inga Þóra segir að hún hefði orðið mjög veik á þessu tímabili. Hún gat ekki borðað og grenntist mikið. Á tímabili var hún aðeins 53 kíló. „Ég bara höndlaði ekki þessar ljótu kjaftasögur og þessa athygli,“ segir hún.

Í kjölfarið fór að halla undan fæti hjá Ingu Þóru og Snorra. „Því þetta tók toll af sambandinu, eðlilega,“ segir hún og bætir við að þau ætluðu að skilja en ákváðu að reyna að halda þessu gangandi. „Við vorum bæði skilnaðarbörn og höfðum talað um að við vildum ekki að börnin okkar myndu upplifa það sama. Við lögðum mikla áherslu á að eiga gott fjölskyldulíf og vorum bara eðlileg fimm manna fjölskylda, áttum hunda og tókum að okkur fósturbarn, en þetta reyndist okkur um megn. Ef einhver myndi spyrja mig hvort þessi keppni hefði verið þess virði myndi svar mitt hiklaust vera nei.“

Inga Þóra opnar sig um skilnaðinn, krabbameinið. misnotkunina og óttann við að deyja í einlægu viðtali Vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“