fbpx
Þriðjudagur 11.mars 2025
Fókus

Kim Kardashian deilir stærstu mistökunum sem hún hefur gert sem foreldri

Fókus
Miðvikudaginn 13. október 2021 08:38

Kim Kardashian og börnin hennar. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert foreldri er fullkomið, ekki einu sinni Kim Kardashian. Raunveruleikastjarnan á fjögur börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Kanye West. North, 8 ára, Saint, 5 ára, Chicago, 3 ára og Psalm, 2 ára.

Í nýjum netþætti Ellen DeGeneres, „Mom Confessions“, svaraði Kim nokkrum skemmtilegum spurningum um mæðrahlutverkið.

Hún sagði hver hennar stærstu mistök væru sem foreldri og þrátt fyrir að vera ein frægasta kona í heimi þá geta örugglega allir foreldrar tengt við þau.

„Mín stærstu mistök eru að ég gef eftir of auðveldlega og múta þeim stundum,“ viðurkenndi stjarnan. „Ég er sek um góðar mútur.“

Eitt sem hún forðast eins og heitan eldinn er að ljúga að börnunum sínum.

„Ég virkilega reyni að ljúga ekki að börnunum mínum. Ég gerði það í byrjun til að ná þeim út úr húsi og þess háttar, en ég áttaði mig fljótlega á því að það myndi ekki virka fyrir mig og ég vil frekar vera hreinskilin við börnin mín.“

Kim Kardashian og North West.

Elsta barn Kim er North, 8 ára. Mæðgurnar eru ekki alltaf sammála og þegar þær rökræða lætur North móður sína heyra það.

„Í hvert skipti sem við erum eitthvað ósammála þá reynir hún að skjóta á mig og segir: „Húsið þitt er svo ljótt. Það er allt hvítt. Hver lifir svona?“ Hún heldur að þetta nær til mín og þetta er alveg frekar ljótt því ég er hrifin af húsinu mínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hreinskilin með brjóstastækkunina og sýnir útkomuna

Hreinskilin með brjóstastækkunina og sýnir útkomuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndband: Kötturinn Diego hakkar í sig mús í Hagkaup

Myndband: Kötturinn Diego hakkar í sig mús í Hagkaup
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kvöldbakstur Sunnevu klúðraðist illilega – Sjáðu myndbandið

Kvöldbakstur Sunnevu klúðraðist illilega – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einar fékk óvænt svar frá nemendum – Vildu að foreldrarnir hættu að segja alltaf sömu tvö orðin á morgnana

Einar fékk óvænt svar frá nemendum – Vildu að foreldrarnir hættu að segja alltaf sömu tvö orðin á morgnana
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta

Ragnhildur: Ef það fer í taugarnar á þér þegar einhver borðar salat í stað hamborgara, lestu þetta