fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fókus

Stjörnurnar fyrir og eftir varafyllingar

Fókus
Þriðjudaginn 12. október 2021 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki langt síðan að varafyllingar voru nýjar af nálinni en það virðist sem svo að allir og amma þeirra hafa látið stækka stútinn.

Það fer eftir því hvað fólk fær sér mikið en varafyllingar óneitanlega breyta útliti manneskju og stundum ansi mikið eins og sést á myndunum hér að neðan.

Fabulous Digital tók saman „fyrir og eftir“ myndir af stjörnum sem hafa látið fylla í varirnar.

Kylie Jenner

Varir Kylie Jenner eru örugglega með þeim þekktustu í heimi. Hún var aðeins sautján ára þegar hún lét fyrst fylla í varirnar og mætti segja að hún hefur byggt veldi sitt á stútnum. Fyrirtæki hennar, Kylie Cosmetics, er metið á yfir hundrað milljarða en fyrsta varan sem kom út var varalitur og varalitablýantur sem mokseldust því viðskiptavinir vildu ólmir vera með varir eins og Kylie.

Charlotte Crosby

Raunveruleikastjarnan Charlotte Crosby steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 2011 í raunveruleikaþáttum MTV, Geordie Shore.

Hún lagðist fyrst undir hnífinn árið 2016 til að láta laga nefið sitt. Hún sagði á sínum tíma að ef hún hefði ekki verið í sjónvarpi þá hefði hún aldrei farið í fegrunaraðgerð. En að vera svona í sviðsljósinu og vera gagnrýnd af áhorfendum hefði gert það að verkum að hún varð óörugg varðandi útlit sitt.

Síðan þá hefur hún einnig látið fylla í varir sínar og hefur meira að segja komið þeim til varnar. „Ég vil ekki vera með munn sem er eins og rassgat. Ég vil ekki vera bara með tennur. Ég vil hafa stórar og þrýstnar varir,“ sagði hún.

Lauren Goodger

Breska sjónvarpsstjarnan  Lauren hefur látið fylla í varir sínar í mörg ár. Hún byrjaði ári eftir að tökur á The Only Way Is Essex hófust árið 2010.

„Árið 2016 lét ég leysa upp fylliefnið í vörum mínum eftir að hafa fengið mér fylliefni í nánast fimm ár. Ég var með fallegar náttúrulegar varir þannig það var kominn tími til að leyfa þeim að njóta sín,“ sagði hún árið 2016.

Hins vegar virtist henni hafa snúist hugur fimm mánuðum síðar og fékk hún sér aftur í varirnar.

Megan Barton Hanson

Megan Barton Hanson tók þátt í Love Island árið 2018. Áður en hún kom fram í þáttunum var hún búin að fara í brjóstastækkun, nefaðgerð og fá sér fyllingar í varir. Hún hefur líkt því við að fara í varafyllingu við að fara í hárlitun.

„Fólk fer í litun því það lætur þeim líða vel. Ég fer í varafyllingu því það lætur mér líða betur. Þetta þarf ekki að vera svona mikið mál.“

Olivia Attwood

Sjónvarpsstjarnan og fyrirsætan Olivia Attwood sagði fylgjendum sínum á Instagram að hún hefur látið fylla í varir sínar síðan hún var 20 ára.

Hún deildi einnig mynd af sér án varafyllinga.

Holly Hagan

Holly Hagan er enn önnur bresk sjónvarpsstjarna sem hefur látið lappa upp á útlit sitt. Hún hefur alltaf verið mjög hreinskilin um það sem hún hefur látið gera.

Samkvæmt tímaritinu Now fór Holly í varafyllingu í fyrsta sinn árið 2014 eftir að hafa séð varir Charlotte Crosby.

Kady McDermott

Love Island-stjarnan Kady McDermott lætur fylla í varir sínar á sex til átta mánaða fresti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!

Fræðsluskot Óla tölvu: ChatGPT með auga fyrir umhverfinu – Nú getur gervigreindin lýst því sem hún sér!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan

Dr. Phil segir hættu á að börn Kim og Kanye endi í fóstri – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“

„Held að ég hafi aldrei verið jafn nálægt því á ævinni að fá taugaáfall“