Poppgyðjan Madonna tróð upp í New York á föstudaginn síðastliðinn. Hún söng meðal annars vinsæla lagið Like A Prayer.
Madonna birti myndir frá kvöldinu á Instagram þar sem hún er glæsileg að venju. Stjarnan er 63 ára og virðist gjarnan vera með sléttari húð en hún var með fyrir nokkrum áratugum.
Raunin virðist vera sú að Madonna breytir myndunum sínum áður en hún deilir þeim. En það sem rennur stoðum undir þá kenningu eru myndir sem birtust af stjörnunni frá sama kvöldi í New York á föstudaginn.
DailyMail greinir frá.
Munurinn á myndunum hefur vakið þó nokkra athygli. Mörgum þykir hún hafa gengið aðeins of langt í Photoshop og sé að missa sig í að reyna að snúa við tifi tímans.
View this post on Instagram