Þættirnir Squid Game hafa vakið gífurlega athygli á undanförnum vikum og svo virðist vera sem öll og ömmur þeirra séu búin að horfa á þættina.
Þrátt fyrir að þættirnir fái frábæra dóma eru nokkrir hlutir sem hafa verið harðlega gagnrýndir. Má þar nefna ensku talsetningu þáttanna og þýðinguna til dæmis en þættirnir eru gerðir á kóresku.
Önnur algeng gagnrýni varðar leikarana sem tala ensku í þáttunum en vilja margir meina að leikararnir séu langt frá því að vera nógu hæfileikaríkir til að vera í svona góðum þáttum.
Starkaður Pétursson, leikaranemi og samfélagsmiðlamógúll, er einn þeirra sem gagnrýnt hefur leikarana en hann segir að um sé að ræða verstu leikara sem hann hefur séð leika í sjónvarsþáttaröð.
Kanarnir í Squid Game eru hands down verstu leikarar sem ég hef séð í sjónvarpsþáttaseríu og ég sé ekki einu sinni framan í þá
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) October 12, 2021
Grínistinn Vilhelm Neto greip gæsina og gerði grín að leikurunum sem um ræðir í myndbandi sem hann birti á Twitter-síðu sinni. Niðurstaðan er sprenghlægileg og keimlík því sem sjá mátti frá ensku leikurunum í þáttunum.
https://t.co/oI53nXnfET pic.twitter.com/vvBmO5EMBz
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) October 12, 2021
Ljóst er að eftirherma Villa er sannfærandi, að minnsta kosti finnst Starkaði það. „Hvaða grímu varst þú með í þáttunum?“ spyr hann í athugasemd við myndbandið.