fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Segir að sambandið með Megan Fox sé í senn „alsæla og angist“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. október 2021 09:18

Machine Gun Kelly og Megan Fox. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly var í viðtali við breska GQ tímaritið. Hann segir að samband sitt og leikkonunnar Megan Fox sé í senn „alsæla og angist“.

Machine Gun Kelly (MGK), sem heitir réttu nafni Colson Baker, viðurkenndi í viðtalinu að þrátt fyrir að samband parsins virðist kannski fullkomið á yfirborðinu þá eigi þau við ýmis vandamál að stríða.

Bæði MGK, 31 árs, og Megan Fox, 35 ára, ræddu hreinskilnislega við GQ um mjög opinbera samband sitt. Þau sátu einnig saman fyrir sína fyrstu forsíðu sem par.

Forsíða GQ.

„Þetta ætti að vera auðvelt, en við förum líka til helvítis með hvort öðru,“ segir MGK um samband þeirra.

„Þetta er klárlega alsæla og angist. Ég vil ekki að fólk haldi að við séum fullkomin. Ég sagði ekki að þetta væri drungaleg ævintýrasaga af ástæðulausu.“

Parið kynntist við tökur á kvikmyndinni Midnight in the Switchgrass og hefur verið saman síðan í maí 2020. Þau opinberuðu samband sitt í nóvember seinna sama ár.

Mynd/Getty

Megan Fox segir að þegar hún fyrst hitti MGK þá hafi hún ekki búist við að hitta „sálufélaga“ sinn.

„Ég var klárlega opin fyrir ástinni en ég átti ekki von á því að rekast á sálufélaga minn svona. Ég var augljóslega komin með nóg af því hvernig ég var að lifa og svona lá mín leið, þessar dyr opnuðust,“ segir hún.

„Það var eins og allar hindranirnar sem hefðu haldið okkur í sundur öll þessi ár væru horfnar og við gátum loksins sameinast.“

Megan lýsir því þegar hún horfði í augu hans í fyrsta skipti. „Það var eins og: „Ég þekki þig. Ég hef þekkt þig svo oft, í svo mörgum mismunandi myndum, í svo mörgum lífum,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki búist við ekki við „að verða strax alveg: „Guð, þú ert sálufélagi minn.““

Megan og MGK eiga bæði börn úr fyrra sambandi. Megan á þrjá syni, Noah, 9 ára, Bodhi, 7 ára, og Journey, 5 ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum, Brian Austin Green. MGK á eina dóttur, Casie sem er 13 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Í gær

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af

Kynlífsathöfnin sem Christina Aguilera fær ekki nóg af
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni: „Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk