fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
Fókus

Ný Vaktasería á leiðinni?: Jón Gnarr og Pétur Jóhann í hlutverkum Georgs og Ólafs – Gera grín að kosningaklúðrinu

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 1. október 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöllistamaðurinn Jón Gnarr stakk upp á því á Twitter í vikunni að gera nýja Vaktaseríu, sem myndi sækja innblástur í kosningaklúðrið í Alþingiskosningunum sem fóru fram síðustu helgi. Jón kallar þessa hugmynd Kosningavaktina, en þar myndu hinir ástsælu Georg Bjarnfreðarson, og Ólafur Ragnar Hannesson koma fyrir.

„Kominn með fullt af góðum hugmyndum fyrir Kosningavaktina, þar sem Georg Bjarnfreðarson „leiðréttir“ kjörseðla, reynir að kjafta sig útúr því, þegar upp kemst, en nær að klína því á Ólaf, sem að lokum biður þjóðina afsökunar.“ skrifaði Jón á Twitter við miklar undirtektir, en færsla hans fékk hátt í 1500 læk sem er sjaldséð á fuglaforritinu, auk þess sem múgur manns hvatti hann til þess að láta þessa hugmynd verða að veruleika í athugasemdum.

Jón hætti þó ekki þar, heldur birti hann í dag myndband af sér og Pétri Jóhanni Sigfússyni grínista í hlutverkum þeirra Georgs og Ólafs. Þar má heyra Georg spyrja Ólaf: „Er bannað að gera mistök?“ og vitnar þar með í orð Inga Tryggvasonar, formanns yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmi. 

Líklega gerir þetta myndband landan gífurlega spenntan, og velta sumir því hreinlega fyrir sér hvort ný Vaktasería sé á leiðinni. Líkt og flestir vita voru sjónvarpsseríunnar Næturvaktin, Dagvaktin og Fangavaktin mjög vinsælar hér á landi. Þeim fylgdi svo kvikmyndin Bjarnfreðarson, sem flestir héldu að væri lokakaflinn í sögu Georgs, Ólafs og Daníels, en hver veit?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Björn Ingi með hlutverk í stórmynd Marvel

Björn Ingi með hlutverk í stórmynd Marvel
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiðrún um hollt mataræði – „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“

Heiðrún um hollt mataræði – „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvað í ósköpunum er Skibidi toilet?

Hvað í ósköpunum er Skibidi toilet?