Baltasar Kormákur Baltasarsson leikstjóri selur einbýlishús sitt við Smáragötu í miðbæ Reykjavíkur. Smartland greinir frá.
Ekkert verð er sett á eignina. Baltasar óskar eftir tilboði og er fasteignamat rúmlega 152 milljónir.
Um er að ræða 375 fermetra einbýli sem var byggt árið 1931. Húsið hefur verið mikið endurnýjað. Það er með bílskúr og stórum garði, fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum.
Baltasar og kærasta hans og listakonan Sunneva Ása Weisshappel eru greinilega smekkfólk eins og sést á myndunum hér að neðan.
Þú getur lesið nánar um eignina hér og skoðað fleiri myndir.