fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fókus

Sakar Ellen Degeneres um að „þykjast“ sýna áhuga – „Þú ert það ekki Ellen! Hættu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 6. október 2021 17:30

Leah Remini og Ellen DeGeneres. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Leah Remini var á dögunum gestur Ellen DeGeneres í spjallþætti henar. Eitt atvik í þættinum hefur vakið talsverða athygli og þykir mörgum einkar vandræðalegt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vandræðalegt augnablik vekur athygli. Margir muna örugglega eftir viðtali Ellen við Dakotu Johnson.

Sjá einnig: Viðtal Ellen DeGeneres við Dakotu Johnson er svo skelfilega vandræðalegt

Það er greinilegt að það er ekkert vandamál fyrir Leuh og Ellen að segja hvernig þeim raunverulega líður.

Í þættinum var Leah að segja þáttastjórnandanum sögu af því hvernig hún reyndi að hræða dóttur sína. Sagan dróst aðeins á langinn og skyndilega hætti Leah að segja söguna.

Hún virtist eiga erfitt með að lesa svipbrigði Ellen og sagði: „Nei, því þú lætur eins og þú hefur áhuga. Þannig ég veit ekki hvort þú sért virkilega að hlusta á söguna mína, þannig…“

Ellen brá bersýnilega og sagði: „Ég er alltaf áhugasöm!“ Leah svaraði þá: „Þú ert það ekki Ellen! Hættu.“

Þegar þarna er komið voru báðar stjörnurnar brosandi en greinilega hvorugar að grínast. Ellen spurði þá í einlægni: „Hvað meinarðu, er ég að láta eins og ég hafi áhuga?“

Leah teygði sig þá yfir til Ellen og sló hana á handlegginn tvisvar, í þriðja skiptið tókst Ellen að færa höndina í burtu og sagði: „Ái! Þetta er síðasta þáttaröðin mín.“

En allt er gott á milli þeirra eins og Leah tók skýrt fram. „Ég elska þig, ég sakna þín og ég er svo ánægð að vera hérna með þér.“

Horfðu á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi

Nýtt lag Ólafs F. – Öræfaandi
Fókus
Í gær

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“

Árni Björn: „Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: GIMP er öflugt og ókeypis myndvinnsluforrit

Fræðsluskot Óla tölvu: GIMP er öflugt og ókeypis myndvinnsluforrit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“

Gyða tók sprettinn heim ef hún heyrði í sjúkrabíl – „Ég var alltaf viss um að þetta væri dagurinn sem þeir væru að sækja hana, þetta væri bara búið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“

„Ég áttaði mig á því að sjúklingar þurfa að vita af þessu, hjúkrunarfræðingar þurfa að vita af þessu“