fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

No Time To Die veldur ekki vonbrigðum – Daniel Craig kveður í frábærri mynd

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. október 2021 07:05

No Time To Die með Daniel Craig í aðalhlutverki. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upphaflega stóð til að frumsýna nýjustu James Bond myndina, No Time To Die, í apríl á síðasta ári en því var frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. En nú er komið að því að hægt sé að fara og sjá þessa síðustu James Bond mynd Daniel Craig í kvikmyndahúsum. Óhætt er að segja að myndin valdi ekki vonbrigðum og getur Craig væntanlega gengið sáttur frá borði.

Sex ár eru síðan Spectre var sýnd og því löngu kominn tími á nýja Bondmynd. Það gekk þó ekki áfallalaust að gera nýju myndina. Fjölda handrita frá þekktum handritshöfundum var hafnað af framleiðendum hennar. En að lokum tókst að setja saman handrit sem féll vel að hugmyndum Michael G. Wilson og Barbara Broccoli, framleiðenda myndarinnar, um hvernig hún ætti að vera. Cary Fukunaga var fenginn til að leikstýra og er óhætt að segja að honum hafi tekist vel upp.

Eins og í öllum Bondmyndum er mikill hasar allt frá upphafi til enda en No Time To Die sker sig þó úr að því leytinu að segja má að sagan fylli meira en oft áður, það er að segja sagan víkur ekki fyrir hasarnum og fær sitt rými.

Daniel Craig er í toppformi. Mynd:EPA

Craig er í toppformi í kveðjumynd sinni en langt er síðan hann lýsti því yfir að myndin yrði hans síðasta í hlutverki James Bond. Sá er þetta ritar hefur lengi haft miklar mætur á Craig í hlutverki Bond og frammistaða hans í nýju myndinni dregur ekki úr þeirri skoðun. Hann er einfaldlega besti Bondinn frá upphafi og það með fullri virðingu fyrir öllum forverum hans.

Eins og alltaf þarf Bond að takast á við illmenni, hlaupa, skjóta, drepa mann og annan og svo framvegis og auðvitað tryggja heimsfrið um leið. En í No Time To Die fær saga hans sjálfs, sem persónu, að njóta sín betur en í fyrri myndum um kappann, tilfinningar hans og veikleikar fá gott rými. Söguþráðurinn verður ekki rakinn nánar hér, sjón er sögu ríkari.

Í stuttu máli sagt er No Time To Die besta Bondmyndin að mati undirritaðs og Craig besti Bondinn. Myndin er viðeigandi kveðja Craig í hlutverki Bond og nú er bara að bíða í ofvæni eftir næstu mynd til að sjá hvernig haldið verður á spöðunum.

Ef gefa á myndinni stjörnur þá fær hún auðvitað fullt hús: 5 STJÖRNUR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger