Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?
Hrútur
21. mars–19. apríl
Það er svo fullkomlega eðlilegt að þurfa nokkrar vikur til að koma sér í gírinn fyrir þetta ár. Megum ekki gleyma árinu sem er að líða og hvernig áhrif það hafði á okkur, mögulega erum við enn að gera það upp. Best er að gefa sér góðan tíma í það.
Naut
20. apríl–20. maí
Þitt áramótaheit var að strengja engin áramótaheit heldur bara vera í flæðinu og muna að allt er gott í hófi. Þú nýtur þess að fara rólega af stað inn í árið og leggur enga óþarfa pressu á þig þessa vikuna.
Tvíburar
21. maí–21. júní
Tvíburinn tekur því rólega og svífur ágætlega kærulaus inn í vikuna. Þú ert svo sem með ýmsar pælingar og hugmyndir sem þú ert spenntur að framkvæma en ert ekki að stressa þig á einu eða neinu. Punktaðu niður þessa pælingar til þess að sinna þeim í næstu viku.
Krabbi
22. júní–22. júlí
Þú ert smá þreyttur en þú ert til í þetta! Þessa vikuna tekur þú skrefin í rétta átt en á sama tíma áttar þú þig á því að það er ekki áfangastaðurinn sem skiptir öllu heldur ferðalagið þangað. Þú ferð rólega inn í mánuðinn og íhugar vel næstu skref.
Ljón
23. júlí–22. ágúst
Eitthvað mun veita þér mikinn innblástur eða þú munt mögulega finna það bara hjá sjálfu þér að eitthvað þarf að breytast. Hvaða lífsstílsbreytingar ertu tilbúið að skoða til þess að líða betur andlega og líkamlega?
Meyja
23. ágúst–22 .sept
Það er fáir jafn spenntir og þú að opna nýju skipulagsdagbókina fyrir nýja árið. Eins og krakki í fyrsta bekk þá merkir þú hana vel með skrautpenna og byrjar að punkta niður næstu markmið og plön fyrir næstu vikurnar. Þú ert skipulagskrútt!
Vog
23. sept–22. okt
Þú verður fyrst af öllum til þess að henda út jólatrénu, það minnir of mikið á árið sem er að líða. Svo ertu líka í stjórnlausu skipulagsstuði, þú þrífur hátt og lágt, hendir og losar þig við gamla muni. Þú er svo sannarlega tilbúin fyrir nýja tíma.
Sporðdreki
23. okt–21. nóv
Stundum þarf maður frí eftir fríið sitt. Enda er það oft þannig að um leið og við slökum á slaknar aðeins of vel á taugakerfinu og jafnvel koma upp smá flensueinkenni. Engar áhyggjur – ekkert Covidneitt. Taktu því rólega fyrstu viku árs.
Bogmaður
22. nóv–21. des
Ef það er einhver sem var með áramótaheit þá varst það þú enda ertu metnaðarfullur. Stjörnublysið er varla útbrunnið og þú ert kominn á kaf í nýjasta verkefnið. Nýr og ferskur andi umlykur þig, þú ert spenntur fyrir þeim breytingum sem eru fram undan.
Steingeit
22. des–19. janúar
Þinn helsti eiginleiki er að gera gott úr ekki svo góðum aðstæðum. Þessa vikuna þá stendur þú þig eins og hetja í þeim málum og ert ágætlega glöð í hjarta þótt aðstæður séu ekki þær bestu eins og er. Við kunnum að meta þig, jákvæði flippkisi.
Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar
Vatnsberinn er aðeins að vinna úr einhverjum málum sem tengjast síðasta ári. Það er eðlilegt og skiljanlegt. Gefðu þér þann tíma sem þú þarft því eina leiðin til þess að fara fram á við er að gera upp gömul mál sem angra mann.
Fiskar
19. febrúar–20. mars
Það er eðlilegt að eiga blendnar tilfinningar fyrstu vikur ársins á meðan allt dettur í rétta rútínu og farveg á ný. Sýndum sjálfum þér skilning og taktu því bara rólega, lítil skref eru betri en engin skref. Þú stendur þig vel.