fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
FókusNeytendur

Íslensk verslun harðlega gagnrýnd fyrir að selja sömu vörur og AliExpress sem íslenska hönnun – „Klárlega mistök af minni hálfu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. janúar 2021 09:46

Buxurnar til vinstri eru keyptar af Emory.is. Buxurnar til hægri eru keyptar af AliExpress. Eins og má sjá er miðinn á buxunum eins. Myndirnar eru birtar með leyfi höfundar færslunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska netverslunin Emory.is var harðlega gagnrýnd í Facebook-hópnum Verslun á netinu þegar meðlimur hópsins benti á að buxur sem hún keypti af fyrirtækinu mætti einnig finna á AliExpress.

„Vinkona mín var að panta buxur af Emory. Vorum að skoða miðann á þeim og þetta eru sömu buxur og hún pantaði af ali fyrir stuttu, sami miði inní nema eini munurinn er Emory merkið. Hefur einhver pælt í þessu? Þetta á að vera íslensk hönnun. Spurning hvort það se sama fyrirtæki í Kína að framleiða buxurnar eða?“

Segir konan og birtir tvær myndir af buxum, aðrar sem voru keyptar af Emory.is og hinar af AliExpress. Konan segir jafnframt í færslunni að buxurnar séu nákvæmlega eins. Konan sem hóf umræðuna veitti DV leyfi fyrir að endurbirta ummæli sín sem og leyfi til birtingu myndir en sagðist ekki hafa neinu við þetta að bæta.

Anna Sóley Birgisdóttir, eigandi Emory, svarar gagnrýninni og segist sárna að sjá „svona ljót ummæli um einhvern sem á það svo innilega ekki skilið.“ Í samtali við DV viðurkennir hún að það hafi verið mistök af hennar hálfu að taka það ekki fram að þetta væri ekki hennar hönnun.

Skjáskot af Emory.is

Fara ófögrum orðum um Emory

Mikil umræða hefur skapast undir þræðinum og benda nokkrir netverjar á að Emory gerir sig út fyrir að hanna og framleiða eigin vörur og þetta sé því eitthvað loðið. Á vefsíðu Emory.is undir „Um Emory“ kemur fram:

„Emory er íslenskt vörumerki sem framleiðir íþróttafatnað hannaðan af Önnu Sóleyju, sem er einnig stofnandi og eigandi Emory […] Áður en Emory kom til sögunnar fannst henni vanta meiri fjölbreytni af vönduðum íþróttafatnaði á góðu verði á íslenskan markað og ákvað því að hanna og framleiða eigin íþróttafatalínu undir vörumerki Emory.“

Sumir netverjanna fara hörðum orðum um Emory: „Ekki leyfa pakki að komast upp með svona. Fullt af fólki sem vinnur hörðum höndum við að skapa alvöru íslenska hönnun og svona apakettir skemma bara fyrir.“

Skjáskot af AliExpress.

Verðmunurinn

Verðið á buxunum á Ali með sendingarkostnaði er um 4.400 krónur. Þegar aðflutningsgjöld, umsýslugjöld og sendingargjald Póstsins er reiknað með kosta buxurnar með öllu um 6.500 krónur. Blaðamaður notaði reiknivél Póstsins.

Buxurnar kosta 8.490 krónur á Emory. Eftir að færslunni var deilt í Verslun á netinu hefur lýsingu vörunnar verið breytt á vefsíðu Emory og það hefur verið bætt við að „þessi tiltekna vara er ekki hönnuð af Emory.“

Aðrar íslenskar netverslanir

Nokkrir meðlimir hópsins segjast hafa lent í því sama þegar þeir versluðu við aðrar íslenskar netverslanir og segist ein kona sjá þetta reglulega í starfi sínu sem sjálfboðaliði Rauða Krossins.

„Sé eins vöru en frá „mismunandi merkjum.“ Skondið, en frekar algengt í fjöldaframleiðslu. Best að kanna vel hvað maður kaupir og spyrja um framleiðslu,“ segir hún.

Einn netverji segir: „Ekkert mál að fá seljanda hjá Ali til að setja Emory merkið á, kostar nánast ekkert. Verður mjög fróðlegt að sjá svör Emory.“

Eigandi Emory svarar

DV heyrði í Önnu Sóley Birgisdóttur, eiganda Emory, sem viðurkenndi að um mistök væru að ræða af hennar hálfu. Mikið af gagnrýninni sneri að því að Anna Sóley væri að selja buxur frá öðru merki sem eigin hönnun.

„Ég panta þessa vöru ekki af AliExpress heldur frá mínum framleiðanda úti. Þau eru greinilega að sauma fyrir fleiri sem eru að selja þetta á AliExpress, ég veit það ekki. En þetta voru að sjálfsögðu mistök að minni hálfu að taka það ekki fram að þessar þrjár tilteknar vörur voru ekki mín hönnun. En allt annað á síðunni er mín hönnun,“ segir Anna Sóley. Eins og fyrr segir hefur hún lagað lýsingar tiltekinna vara þar sem kemur fram að þetta sé ekki hennar hönnun.

„Þetta voru mistök af minni hálfu og ef ég tek aftur inn vörur sem eru ekki hannaðar eftir mig, þá mun ég taka það fram í vörulýsingunni. Maður lærir ekki öðruvísi en að gera mistök. Mér finnst leiðinlegt að fólk sé sárt yfir þessu en ég er búin að læra af þessu sjálf.“

Anna Sóley svaraði einnig gagnrýninni í færslunni í Verslun á netinu. Svar hennar má lesa í heild sinni hér að neðan.

„Í þessi 5 ár sem ég hef verið með Emory þá hef ég hannað allar vörur sjálf. Ég teikna flíkina upp sem saumastofur í Pakistan, Kína og fleiri löndum sauma fyrir mig. Ég legg mikið uppúr því að hönnunin sé bæði þægileg og endingargóð, og býð íþróttafötin á mjög góðu verði.

Á þessu æðislega covid ári þá þurftu saumastofurnar að vinna við miklar takmarkanir og lokuðu einnig í nokkrar vikur. Í sumar var orðin 4 mánaða bið eftir að fá vörur afhentar og ég átti rosalega lítið til á lager hér á Íslandi. Ein saumastofan úti bauð mér að kaupa vörur sem þau áttu tilbúnar á lagernum hjá sér og ég gæti fengið þær á einungis 3 vikum. Ég ákvað að taka inn 3 vörur sem þau áttu til á lager því ég er auðvitað með fastan rekstrarkostnað og þurfti að halda fyrirtækinu á floti. Ég hef lagt líf mitt og sál í þetta fyrirtæki og hef ekki tekið krónu út úr fyrirtækinu, þið gerið ykkur kannski ekki grein fyrir því hvað það er dýrt og erfitt að reka fyrirtæki á íslandi. Og mér sárnar mjög við að sjá svona ljót comment um einhvern sem á það innilega ekki skilið.

Mér þykir það mjög leiðinlegt að þið séuð að missa trú á íslenskum fyrirtækjum og að kalla fólk svikahrappa. Ég hef sjálf lent í því að mín hönnun hefur verið stolin og seld á aliexpress og fleiri slíkum síðum, en lítið í því hægt að gera því ég á auðvitað ekki skráðan einkarétt á hönnuninni.

Vona að þetta svari spurningum ykkar, en ef þú vilt skila buxunum og fá endurgreitt þá er það minnsta málið.

Og svona framveigis, ef þið eruð með einhverjar efasemdir eða spurningar, þá væri gott að senda beint á fyrirtækið í staðinn fyrir að sverta nafnið á því.

En þetta voru mín mistök, ef ég mun taka inn fleiri vörur sem ég hanna ekki sjálf þá mun ég taka það fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
22.03.2020

Þetta er réttur neytenda í heimsfaraldri COVID-19

Þetta er réttur neytenda í heimsfaraldri COVID-19
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
Neytendur
26.01.2020

Þetta áttu ekki að gera í atvinnuviðtali

Þetta áttu ekki að gera í atvinnuviðtali
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
20.06.2019

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína

Hefur þú tekið smálán? – Framkvæmdu þessi 3 skref til að vernda hagsmuni þína
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“
EyjanNeytendur
19.04.2019

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda

Umfelgunarkostnaður getur numið tugum þúsunda