Það er ótrúlegt hvað er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi. Þegar Emma Meese steig fyrst inn í yfirgefið fíkniefnagreni (e. crack den) í útjaðri Cardiff sá hún hvað húsið hafði mikla möguleika.
Þrátt fyrir að húsið væri í einu af fínni hverfum Cardiff þá hafði það verið yfirgefið svo árum skipti og hafði orðið að dvalarstað fyrir neyslu og hústökumenn.
Það var graffíti á nánast hverjum vegg og glerbrot út um allt. Emma þurfti að skoða húsið í myrkri, þar sem það var ekkert rafmagn í húsinu og ekki var hægt að sjá út um gluggana né hleypa birtu inn.
Ekki nóg með það þá hafði fólkið sem hafði búið í húsinu neglt spýtur fyrir baðherbergishurðina svo að enginn myndi detta niður um stóra holu í gólfinu.
Loftið í eldhúsinu var svo slæmt að Emma gat horft beint upp á háaloft.
Emma réðst af stað í framkvæmdir og er breytingin hreint út sagt mögnuð. Fabulous Digital greinir frá.
Sjáðu myndirnar hér að neðan.