Sjónvarpsmaðurinn geðkunni og rithöfundurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson selur íbúð sína í Bryggjuhverfinu. Smartland greindi fyrst frá.
Íbúðin er rúmlega 111 fermetrar með fjórum herbergjum. Húsið var byggt árið 2018 og er ásett verð á íbúðina 57,7 milljónir.
Það er fallegt óhindrað útsýni yfir voginn og nýtir Þorsteinn sér það ef marka má meðfylgjandi myndir. Hann hefur stillt skrifborði sínu fyrir framan svefnherbergisgluggann og þarf rétt svo að líta fram hjá skjánum til að sjá fallega útsýnið.
Sjáðu fleiri myndir af íbúðinni hér að neðan.
Þú getur skoðað fleiri myndir hér.