Árið 2020 var viðburðaríkt hjá Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata. Hún fann ástina á árinu og greinir frá því á Facebook.
„Hvernig er eiginlega hægt að lýsa ári eins og 2020? Allt gerðist einhvern veginn. Árið tók og tók en gaf það ekki líka? Af góðu bar hæst stóra stóra ástin sem fann mig svo óvænt. Eins og stormsveipur af töfradufti og stjörnuryki og regnbogaeinhyrningum. Fann mig og lýsti upp næturhimininn.“
Dóra Björt er borgarfulltrúi Pírata. Hún er auk þess formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar.
Sá heppni er Sævar Ólafsson, 38 ára íþróttafræðingur, fyrrverandi knattspyrnumaður með Leikni.
Hvernig er eiginlega hægt að lýsa ári eins og 2020? Allt gerðist einhvernveginn. Árið tók og tók en gaf það ekki…
Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Tuesday, January 5, 2021