Kardashian-Jenner fjölskyldan er örugglega frægasta fjölskylda í heimi, fyrir utan bresku konungsfjölskylduna. Það voru því stórfréttir þegar það var greint frá því að leiðir raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian og rapparans Kanye West væru að skilja eftir rúmlega átta ára samband.
Kim og Kanye hittust fyrst árið 2003 í gegnum sameiginlega vini. Kim var þá enn gift Damon Thomas, en hún og Kanye urðu vinir. Kanye varð hins vegar strax skotinn í framtíðareiginkonu sinni. Í viðtali við Ryan Seacrest árið 2013 sagði hann: „Ég bara vissi að ég vildi að hún yrði mín.“
Árið 2008 gaf Kanye út hipphopp-brúðusýningu og vildi að Kim yrði hluti af henni. Hún fór með hlutverk Princess Leiu í þættinum.
Á þessum tíma voru Kim og Kanye góðir vinir og Kim í sambandi með Kris Humphries. Kanye kom í fyrsta sinn fram í raunveruleikaþætti fjölskyldunnar, „Kourtney and Kim Take New York“. Í þættinum heimsótti hann Kim og Kourtney í Dash, verslun þeirra í stórborginni. Kanye var frekar feiminn á skjánum.
Kim gekk í það heilaga með Kris Humphries árið 2011 í sérstökum sjónvarpsþætti. Kanye afhjúpaði mörgum árum seinna að hann hefði reynt að hvetja Kim til að hætta við brúðkaupið, en það gekk þó ekki. Kim og Kris skildu þó eftir 72 daga.
Kim og Kris Humphries stóðu í miðju skilnaðarferli þegar Kanye tjáði ást sína á Kim í rapplagi. Hann rappaði um að hann væri ástfanginn af stjörnunni. Stuttu seinna staðfesti Kourtney Kardashian, systir Kim, að framtíðarhjónin væru að stinga saman nefjum.
Kim og Kanye voru formlega orðin par og voru að gera hluti sem pör gera. Fóru út að borða, á körfuboltaleiki og á ýmsa viðburði fyrir fína og fræga fólkið. Kanye fór einnig með Kim á fjölskylduviðburði. Í júní staðfesti Kim loks sambandið á Twitter og kallaði sig „stolta kærustu“.
Margir aðdáendur Keeping Up With The Kardashians muna eftir þættinum þegar Kanye fór í gegnum fataskáp Kim. Það féll ekki vel í kramið hjá áhorfendum sem þótti hann stjórnsamur.
Kanye var að halda tónleika á gamlárskvöld 2012 þegar hann tilkynnti að hann og Kim ættu von á barni. Kim staðfesti síðan fregnirnar.
Kanye var sakaður um að hafa haldið fram hjá Kim. Leyla Ghobadi, kanadísk kona, sagðist hafa sofið tvisvar hjá Kanye, einu sinni á meðan Kim var ólétt. Kanye neitaði þessu staðfastlega.
Þann 15. júní 2013 kom fyrsta barn þeirra í heiminn, North West.
Kanye fór á skeljarnar á hafnaboltarvelli í San Francisco. Kim sagði já.
Kim var í sjóðheitu tónlistarmyndbandi fyrir lag Kanye, „Bound 2“. Í myndbandinu sitja þau hvort á móti öðru á mótorhjóli, Kim án fata, en Kanye fullklæddur. Myndbandið vakti gríðarlega athygli.
Kim og Kanye gengu í það heilaga á Ítalíu. Mynd af þeim kyssast framan við blómavegg var vinsælust á Instagram það ár.
Hjónin tilkynntu að þau ættu von á öðru barni.
Saint West fæddist.
Fjölmiðlar greindu frá því að hjónin hefðu ráðið staðgengilsmóður til að ganga með þriðja barn sitt. Læknar höfðu varað Kim við að ganga með annað barn vegna meðgöngusjúkdóms sem hún hafði verið greind með [placenta accreta].
Þriðja barn þeirra og önnur dóttir, Chicago West, kom í heiminn.
Kanye óttaðist að Kim myndi fara frá sér eftir að hann sagði að „þrælahald“ væri val. „Þegar þú heyrir um þrælahald í 400 ár. Í 400 ár? Það hljómar eins og val,“ sagði hann í þættinum TMZ Live. Kanye sagði seinna í viðtali við The New York Times að hann hefði haft áhyggjur af að Kim færi frá sér og að andrúmsloftið heima fyrir hefði verið rafmagnað.
Hjónin buðu fjórða barn sitt velkomið í heiminn, aftur með aðstoð staðgengilsmóður. Drenginn Psalm West.
Hjónin endurnýjuðu heitin við litla athöfn.
Margt gerðist árið 2020. Kanye bauð sig fram til forseta í Bandaríkjunum, hann sagðist vera á móti fóstureyðingum og hágrét á kosningaviðburði þegar hann sagði frá því að hann hefði beðið Kim um að fara í fóstureyðingu þegar hún var ólétt af North. Andleg heilsa Kanye virtist fara hrakandi og gaf Kim út tilkynningu á Twitter þar sem hún bað fólk um að sýna þeim nærgætni. Í desember fjölluðu fjölmiðlar um bresti í hjónabandi þeirra.
Fjölmiðlar um allan heim greindu frá því að hjónin væru að skilja á borði og sæng, og að Kim væri að skilja við Kanye.