Megan Rose Lane er lífsstílsþjálfi, höfundur og hlaðvarpskynnir. Hún er með yfir 300 þúsund fylgjendur á Instagram og deilir reglulega valdeflandi færslum fyrir konur. Ný færsla frá henni hefur vakið mikla lukku meðal netverja og hafa mörg hundruð manns þakkað henni fyrir að birta myndirnar í færslunni.
Megan sýnir allar hliðar þess að æfa, ekki bara glansmyndina sem birtist okkur daglega á samfélagsmiðlum.
Megan deilir fyrst mynd af sér í æfingarfatnaði og haldandi á ketilbjöllu. Með fyrstu myndinni skrifar hún: „Það sem þau sýna þér.“
Síðan deilir hún sex öðrum myndum sem sýna allar hliðar þjálfunar, og skrifar með: „Það sem þau sýna þér ekki.“
Ýttu á örina til hægri til að sjá fleiri myndir.
View this post on Instagram
Með myndunum skrifar Megan hvetjandi skilaboð. „Þú hefur dýpri tilgang heldur en að fá slétta húð, vera með skorna kviðvöðva eða fá stæltan rass. Þú ert lifandi manneskja með vonir, drauma, kæki, ástríðu og sögu til að segja. Þú ert svo miklu meira en skelin sem líkami okkar er, ég lofa,“ segir hún.
Eins og fyrr segir sló færslan í gegn hjá netverjum sem hafa þakkað henni fyrir að vera „raunveruleg“ og „hreinskilin,“ og segja að þetta sé eitthvað sem allir þurfa að sjá, sérstaklega ungar konur sem finna fyrir aukinni útlitspressu frá samfélaginu.
„Ég þurfti virkilega á þessu að halda,“ segja fjölmargar konur við færsluna.