fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

„Ég kvíði því að fara í vinnuna vegna stöðugra Covid slagsmála“

Fókus
Mánudaginn 18. janúar 2021 12:03

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á sextugsaldri leitar ráða til Dear Deidre, ráðgjafa ýmissa mála hjá The Sun. Konan vinnur í matvöruverslun og elskar venjulega vinnuna sína, en kvíðir nú fyrir að mæta í vinnuna vegna stöðugra slagsmála og rifrilda.

„Þetta er lítil matvöruverslunarkeðja í Bretlandi og við erum ekki með öryggisverði á staðnum til að útkljá svona mál. Þannig það endar yfirleitt í slagsmálum þegar fólk, sem virðir sóttvarnarreglur, kvartar undan fólki sem er ekki með grímur, eða er ekki að virða tveggja metra reglurnar,“ segir konan og nefnir dæmi.

„Í dag bað eldri karlmaður miðaldra konu um að virða tveggja metra regluna á meðan hann valdi grænmeti. Hún öskraði: „Enginn segir mér hvað ég á að gera!“ Hann reyndi þá að útskýra fyrir henni, og hún strunsaði fram hjá honum og gaf honum olnbogaskot í leiðinni, svo hann datt, og ýtti mér svo til hliðar.“

Þetta er því miður ekki einsdæmi í versluninni. „Í gær þurfti samstarfsmaður minn að stöðva slagsmál á milli tveggja karlmanna, því einn þeirra var ekki með grímu. Ég er 53 ára kona og hef unnið hérna í sjö ár og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það er mikil spenna í loftinu og þetta er ömurlegt. Ég hef áhyggjur að fólkið, sem neitar að hlusta og fylgja einföldum fyrirmælum, valdi því að einhver verður alvarlega veikur. En það sem ég óttast mest eru slagsmálin,“ segir hún.

„Slagsmálin eru orðin svo grimmileg, ég hef miklar áhyggjar af því að ég og samstarfsmenn mínir eigum eftir að alvarlega slasast við að reyna að hafa hemil á fólki. Ég er kvíðin og græt eftir hverja einustu vakt. Ég held ég þurfi að hætta en ég verð að borga reikninga.“

Ráð Deidre

Deidre gefur konunni ráð og segir að henni þykir það miður að konan skuli lenda í svona ömurlegum aðstæðum. „Sérstaklega þar sem það er nóg annað til að hafa áhyggjur af. Engin furða að þú sért í uppnámi, að þurfa að kljást daglega við svona hegðun án stuðnings er erfitt,“ segir hún.

„Til að byrja með, getur þú og samstarfsfélagar þínir talað við yfirmann þinn og látið hann vita hvaða áhrif þetta hefur á ykkur? Getur yfirmaður þinn talað við yfirmenn sína um málið? Því það hljómar eins og þeir þurfi að finna auka pening til að borga öryggisvörðum. Atvinnurekendur þurfa að hugsa um starfsfólk sitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart