Áhrifavaldurinn Jem keypti kjól af vefsíðunni Fashion Nova. Hún deildi myndbandi af sér í kjólnum á TikTok sem hefur heldur betur slegið í gegn. Ástæðan er sú að kjóllinn er einnig tálsýn, en þegar hann er bundinn í mittið virðist mittið agnarsmátt.
„Það lítur út fyrir að öll líffærin mín séu í kremju,“ skrifar hún með myndbandinu.
Netverjum þykir tálsýnin ótrúleg og lýsir einn henni sem „ógnvekjandi“.
„Ég er svo ráðvilltur,“ segir einn netverji.
„Ímyndaðu þér svipinn á mér þegar ég mátaði hann fyrst,“ segir þá Jem.
Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Watch on TikTok