Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir og Bragi Þór Hinriksson selja heimili sitt í Hlíðunum.
Um er að ræða fallega og vel skipulagaða 114 fermetra hæð með fjórum svefnherbergjum á besta stað í Hlíðunum. Íbúðin er í steinuðu fjórbýlishúsi sem var byggt 1953.
Stofan er stór og björt, eldhúsið er staðsett í hjarta íbúðarinnar og hefur íbúðin verið mikið endurnýjuð.
Vandað eikarparket er á öllum gólfum á hæðinni, nema flísar á baði og flot í miðrými/eldhúsi. Í kjallara hússins er 6,6 fermetra sér geymsla og sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla.
Það eru settar 68,5 milljónir á eignina og var henni deilt á fasteignavef Mbl fyrr í dag.
Sjáðu myndirnar hér að neðan.
Hér getur þú séð fleiri upplýsingar um íbúðina og skoðað fleiri myndir.