fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Helga Arnar og Bragi Þór selja heimilið í Hlíðunum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 11:47

Bragi Þór og Helga Arnar. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir og Bragi Þór Hinriksson selja heimili sitt í Hlíðunum.

Um er að ræða fallega og vel skipulagaða 114 fermetra hæð með fjórum svefnherbergjum á besta stað í Hlíðunum. Íbúðin er í steinuðu fjórbýlishúsi sem var byggt 1953.

Stofan er stór og björt, eldhúsið er staðsett í hjarta íbúðarinnar og hefur íbúðin verið mikið endurnýjuð.

Vandað eikarparket er á öllum gólfum á hæðinni, nema flísar á baði og flot í miðrými/eldhúsi. Í kjallara hússins er 6,6 fermetra sér geymsla og sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla.

Það eru settar 68,5 milljónir á eignina og var henni deilt á fasteignavef Mbl fyrr í dag.

Sjáðu myndirnar hér að neðan.

Hér getur þú séð fleiri upplýsingar um íbúðina og skoðað fleiri myndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?