fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Áramóta-stjörnuspá – Ástin, framinn, fjármálin og heilsan á árinu 2021

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. janúar 2021 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest allir bíða spenntir eftir að þessu ári ljúki og sjá fyrir sér að allt verði betra strax þann 01.01.21. Því fleiri sem sjá það fyrir sér þeim mun meiri eru líkurnar á að það verði að veruleika. Ef við höfum ekki von þá höfum við ekki mikið. Lúna Flórens spákona DV leggur spilin á borðið fyrir komandi ár.

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Ástin

Það er lögð áhersla á sjálfsástina hjá hrútnum, þegar hann sinnir henni stigmagnast ástin alls staðar annars staðar eins og kraftmikill segull. Hrúturinn þarf að láta af harðri sjálfsgagnrýni og niðurrifi og einblína á styrkleika sína, til að kynda kraftinn sem býr í brjósti hans.

Framinn

Það er mikil orka sem fylgir Hrútnum og ef það er einhver sem elskar áskoranir, þá er það hann. Hann er ótrúlega klár og fær viðurkenningu fyrir hæfileika sína á þessu ári. Þær áhættur sem þú hefur tekið í starfi munu borga sig margfalt.

Fjármálin Það verður nokkuð mikill stöðugleiki í fjármálum og ekki eins mikil óvissa eins hefur verið. Þú ert smátt og smátt að byggja þig upp eftir líðandi ár, en það fer alls ekki illa um þig og þína.

Heilsan

Þín áhersla fyrir komandi ár er betri andleg líðan. Þú ert grjótharður einstaklingur sem hefur þurft að taka á ýmsu og loks býrðu þér til það andrými sem þú þarft til að huga betur að sálarmálum. Með því gengur allt betur upp hjá þér.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Ástin

Svolítið eins og hjá Hrútnum, um leið og þú leggur áherslu á sjálfsástina mun öll önnur ást blómstra. Þú ert að finna þig á ný eftir ný hlutverk í lífinu og nýtur þess að gefa þér tíma í að uppfylla þínar langanir og þrár.

Framinn

Þú ert tilbúið til þess að taka áhættur og prófa þig áfram í verkefnum sem þig hefur lengi langað að láta verða af. Þessi skref munu fylla þig sjálfstrausti og opna nýjar dyr. Þú færð gott tilboð í febrúar.

Fjármálin

Þú ert afar nægjusamt en ert nú loks tilbúið til þess að þiggja meira og leggur meiri áherslu á að auka lífsgæði þín. Það kostar vinnu. Þig langar að eiga fallegt heimili og góðan bíl og ert tilbúið til þess að leggja mikið á þig til þess að uppfylla þá drauma á árinu. Gott hjá þér!

Heilsan

Margir munu á árinu leggja meiri áherslu á andlega heilsu. Þú kemur því til með að prófa óhefðbundnar leiðir í andlega heiminum sem munu hjálpa þér verulega mikið, með því að sjá heiminn í nýju ljósi og gera upp gömul mál. Daglegar göngur hjálpa þér að hreinsa hugann og endurnýja orku í janúar.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Ástin

Ástin blómstrar og þér líður vel með þínu fólki. Þú munt opna þig meira en venjulega og ert tilbúinn til þess að ræða tilfinningar þínar. Þessi mjúka, viðkvæma hlið fer þér vel og hjálpar þér að sleppa fortíðinni og takast á við betri tíma.

Framinn

Tvíburinn fer á flug með hugmyndir inn í árið. Þú nærð varla fókus, það er svo margt sem þig langar að verði að veruleika. Lítil gæluverkefni munu vinda upp á sig og verða mögulega að nýjum rekstri.

Fjármálin

Þú ert heppinn að vera fjölhæfur því þú þarft stundum að púsla saman til þess að ná endum saman. En þú ert á réttri braut með að ná undir þig styrkum fótum. Ég sé fyrir mér stöðuhækkun um mitt árið.

Heilsan

Þú munt hafa meiri áhuga á því að styrkja innri kjarna. Íþróttir eins og pílates, jóga, Thai Chi og þess háttar styrktaræfingar vekja áhuga þinn og munu aðstoða þig við einbeitingu. Leggðu áherslu á að styrkja bak og kvið

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Ástin

Krabbinn heldur áfram að gefa af sér og ástin endurspeglast. Núverandi sambönd verða dýpri og fallegri því það er svo magnað að vera berskjaldaður því það gefur öðrum styrk.

Framinn

Sumir þurfa að hafa aðeins meira fyrir hlutunum en aðrir. En við trúum því innilega að það sé ekki meira á mann lagt en maður í raun ræður við. Það sem drepur okkur ekki gerir okkur svo sannarlega sterkari. Þú sérð ekki fljóta framför í byrjun árs en ekki örvænta, það verða vegleg verðlaun fyrir þína þolinmæði og dugnað.

Fjármálin

Krabbinn er bara þannig gerður að hann gerir allt sem hann þarf til þess að láta hlutina ganga upp. Hann hefur vissulega þurft að leggja mikið á sig á árinu og vera útsjónarsamur. Hans þrautseigja mun skila sér vel og tækifærin laðast að honum.

Heilsan

Tilfinningar eiga það til að festast í taugakerfinu þannig að eftir mikið andlegt álag þarf að gera upp þessar tilfinningar til þess að ná verkjum sem eru hér og þar í líkamanum. Góð blanda af tímum hjá sálfræðingi og sjúkraþjálfara mun aðstoða þig við að koma líkama og sál í gott jafnvægi.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Ástin

Virkilega mikil ást og kærleikur hjá Ljóninu. Ef þú ert í sambandi þá blossar upp endurgoldin ást og ef þú ert einstæð/ur þá finnur þú þinn sálufélaga.

Framinn

Aldur er afstæður! Alveg sama hversu fullorðin við erum þá getum við stundum staldrað við og hugsað hvað vil ég verða þegar ég verð orðin stór? Þetta árið langar þig að vinna markvisst að því að finna draumastarfið þar sem þú nýtur þín best.

Fjármálin

Þú munt fjárfesta í einhverju sem mun kalla á óvissu í byrjun, en mun svo skila þér góðum fjárhagslegum ávinningi. Þannig að ef einhver ný tækifæri koma til þín þá mæli ég með því að þú skoðir þau vel.

Heilsan

Það er mikil andleg heilun í kortunum fyrir komandi ár hjá þér. 2021 mun snúast um fyrirgefninguna og svo aðallega að sleppa öllu því sem heldur aftur af þér. Þig langar að byggja upp þínu andlegu hlið og verða sterkari og samkvæmari sjálfum þér.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Ástin

Það sem er þér ofarlega í huga fyrir komandi ár er hreiðurgerð og að rækta þitt innra barn. Þú ert leið á því að taka lífinu of alvarlega og langar bara að fá að leika þér og hafa gaman. Komdu því til skila við þinn sálufélaga og leikið ykkur saman.

Framinn

Þú ert á hraðri uppleið, þú munt fá nýja vinnu eða einhverja stöðu- og launahækkun í starfi. Vertu ófeimin að gera kröfur því þú ert eftirsótt í því sem þú sérhæfir þig í.

Fjármálin

Ég sé mikla hreiðurgerð þannig að líklegast er heimilisfjárfesting í kortunum hjá þér. Sú fjárfesting verður þó praktísk og hógvær, sem er alveg í þínum anda.

Heilsan

Þú byrjar árið með pompi og prakt. Áramótaheitið þitt gerir þér gott og þú stendur við það. Þú hefur árið með góðri rútínu sem þróast í breyttan og betri lífsstíl. Mikil áhersla á að huga vel að heilsunni og kveðja slæma siði.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Ástin

Þetta árið vill Vogin vera óvenju sjálfselsk og velja það sem er best fyrir hana og vanda sig í að búa til svigrúm fyrir sig til þess að huga betur að líkama og sál, því þannig getur hún best gefið áfram.

Framinn

Vogin er ekki vog fyrir ekki neitt, það snýst allt um jafnvægi, þannig líður henni best. Þér mun ganga betur að forgangsraða og sinna þeim störfum sem þér finnast skemmtileg og gefandi. Þegar þú gerir það þá blómstrar þú og tækifærin laðast að þér.

Fjármálin

Allt dettur rólega í farsælan farveg á ný, eftir að hafa haft mjög mikið fyrir því að láta síðasta ár ganga upp, þá fær Vogin að uppskera vinnu sína. Hlutirnir munu koma til hennar mjög auðveldlega um miðbik árs. Gerðu þér stóra drauma fyrir komandi ár!

Heilsan

Vogin kafar enn dýpra í andlegu heimana en þar finnur hún best fyrir jafnvægi, andlegi þátturinn ýtir líka undir líkamlegan styrk. Ég sé fyrir mér mikla jóga- og dansiðkun hjá voginni. Hún má þó gjarnan minnka kaffið.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Ástin

Hver hefur tíma fyrir hana? En svo öllu gríni sé sleppt þá mætti Sporðdrekinn alveg stundum muna eftir því að sinna ástinni aðeins meira, því þegar upp er staðið þá er hún það eina sem skiptir máli.

Framinn

Sporðdrekinn er í stuði til þess að endurskapa sig og þar sem hann er alltaf í viðskiptaham þá ertu mögulega að hugsa um hvernig þú getir umturnað og breytt einhverjum rekstri sem er í þinni umsjón. Fyrirtækja „make-over” er þitt áramótaheit.

Fjármálin

Fjármálin ganga það vel að þú átt nóg til þess að gefa það áfram, sem þú gerir því þú ert örlátur.

Heilsan

Svasana er orðið þitt fyrir 2021 og fyrir þá sem þekkja minna til jógaheimanna, þá er það hvíldarstaðan í lok tímans. Eftir mörg ár af kapphlaupi þarftu á því að halda. Þú þarft ekki að skara fram úr á öllum sviðum.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Ástin

Þú verður eins og unglingur á ný, ástsjúkur með fiðrildi í maganum. Enda hefur þú svo mikla ást að gefa. Breyttar aðstæður gefa þér meira svigrúm til þess að sinna þeim málum.

Framinn

Það verða einhverjar breytingar sem eru svo sem ekki neitt nýtt fyrir þetta uppátækjasama kamelljón. Breytingarnar verða hins vegar þannig að það mun létta verulega á álaginu sem hefur verið hingað til.

Fjármálin

Þú veist vel að það þarf að eyða peningum til þess að búa til peninga. Það getur tekið á taugarnar en þú veist hvað þú ert að gera og ert á réttri braut með það.

Heilsan

Á þessu ári mun Bogmaðurinn styrkja magavöðvana með hláturskasti. Það birtir mikið til hjá honum, hann fær þau tól og svigrúm sem þarf til að byggja sig upp og sinna heilsunni, til þess að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Þetta verður hlaupaárið mikla!

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Ástin

Steingeitin er mjög sjálfstæð og nýtur sín vel þannig. Þetta ár munt þú annað hvort nýta þér vel að vera einstæð, eða finna á ný þitt sjálfstæði í núverandi sambandi.

Framinn

Steingeitin þráir fátt heitara en að finna tilgang sinn á ný. Eftir alla þessa ringulreið þá vill hún rútínu, hún vill finna sér áhugamál eða starf sem hún brennur fyrir. Markmið ársins er að leiðast ekki heldur að finna sér ástríðuverkefni sem mun fylla hjarta hennar og efla sjálfstraustið.

Fjármálin

Þú ert enn þá að byggja þig upp fjárhagslega, en klárlega á réttri braut hvað það varðar, þrátt fyrir að sumar skuldir eða peningaleysi virðist óleysanlegt í byrjun árs. Þú finnur fjárhagslegt öryggi á ný þegar sem líða fer á árið.

Heilsan

Þú hefðir gott af því að tileinka þér aðeins hollari lífsstíl. Þú veist svo sem hvað þarf til, en oft er erfitt að finna hjá sér agann. Gerðu þér lítil og raunhæf markmið og þá muntu finna réttu leiðina.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Ástin

Það verða breytingar í þínum sambandsmálum. Breytingar eru góðar þó maður sjái það ekki alveg í byrjun. Gefðu þér góðan tíma í að átta þig á hvað þú vilt í raun og veru og fylgdu hjartanu, þótt það geti verið erfitt.

Framinn

Eftir að hafa aðeins fengið að hitta örfáa í einu á árinu þá sérðu fyrir þér að byggja upp samfélag þar sem fólk kemur saman og styður hvert við annað. Mögulega atvinnutækifæri sem þú munt skapa eða taka stóran þátt í að byggja upp.

Fjármálin

Þú tekur smá áhættu í byrjun árs sem mun ekki alveg ganga að óskum, en ekki örvænta því eitt mun leiða af öðru.

Heilsan

Fyrirgefningin og friðurinn verða þín heilsa á árinu. Það mun koma sjálfum þér á óvart hversu mikil framför verður í þeim málum. En með frið í hjarta munt þú sofa svo miklu betur, sem er mikilvægur heilsuþáttur

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Ástin

Mikil og endalaust ást. Þú ert ástfanginn af öllu og öllum. Ef þú ert í sambandi mun það vera mjög farsælt og fallegt. Ef þú ert ekki í sambandi þá munt þú ekki finna það sem þú ert að leita að fyrr en þú hættir að leita…

Framinn

Fiskurinn hefur sjaldan séð hlutina jafn skýrt, hann er óvenju tilbúinn í breytingar og áhættu. Hann vill koma sér í aðstæður sem munu koma honum á óvart og ekki bara festast í flæðinu. Þetta ár hefur reynst fiskinum andlega erfitt og nú vill hann fá að hafa GAMAN.

Fjármálin

Gamlir draumar munu rætast hjá Fiskinum og mikil lukka flæðir allt um kring. Þú munt eiga einn einstakan dag sem mun breyta öllu fyrir þig og opna nýjar dyr. Einn örlagaríkan og sannkallaðan happadag, eitthvað til að hlakka til.

Heilsan

Þú ferð inn í árið með ýmsa kvilla frá líðandi ári en munt svo fljótt byrja að finna fyrir betri líðan eftir hvern mánuð sem líður og smátt og smátt byggirðu þína heilsu upp á nýtt. Með smá þolinmæði muntu finna styrk þinn á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“