Raunveruleikastjarnan Clare Crawley segir frá því að hún varð fyrir barðinu á níðingi innan kaþólsku kirkjunnar þegar hún var barn.
Clare kom fram í átjándu þáttaröð af The Bachelor og sextánu þáttaröð af The Bachelorette. Hún kom einnig fram í tveimur þáttaröðum af Bachelor in Paradise.
Clare deildi sögu sinni í fyrsta sinn við tökur á nýjum þætti, Red Table Talk: The Estefans. Þátturinn kemur út seinna í dag á Facebook. E! News greinir frá.
Clare segir að hún hefði verið í samskiptum við prestinn þegar hún gekk í kaþólskan skóla.
„Foreldrar mínir litu á kaþólska presta sem… Þau höfðu þá í hávegum,“ segir hún. „Þetta er rótgróið í menningu okkar.“
Clare segir að foreldrar hennar hefðu „gert sitt besta“ við að ala hana upp. „Þau leituðu leiða sem voru í boði fyrir þau á þessum tíma og sendu mig til prestsins,“ rifjar hún upp.
„En ég fékk enga ráðgjöf. Ég var ein með níðingi.“
Þú getur horft á brot úr þættinum hér að neðan. Þátturinn kemur út í heild sinni á Facebook seinna í dag.