Söngkonan Olivia Rodrigo mætti í svörtum kjól frá Yves Saint Laurent á galakvöld The Academy Museum of Motion Pictures á laugardaginn síðastliðinn.
Olivia varð átján ára í febrúar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Olivia getið sér gott orð sem söngkona og lagahöfundur. Fyrsta plata hennar, Sour, sló í gegn. Olivia hefur einnig hlotið fjölda verðlauna á þessu ári. Meðal annars fyrir besta lag ársins og besti nýi listamaðurinn á MTV-verðlaunahátíðinni.
Kjóllinn sem Olivia klæddist á laugardaginn kom af stað rökræðum um hvort að kjóllinn væri „viðeigandi“ fyrir söngkonuna eða ekki.
Aðdáendur skiptust í fylkingar. Sumum þótti Olivia glæsileg í kjólnum á meðan öðrum þótti hún of ung fyrir svona „djarfan kjól“.
GOD IS A WOMAN AND ITS OLIVIA RODRIGO!!!! pic.twitter.com/o1Ttfq5mZk
— hales is proud of liv 🦋 (@soursIover) September 26, 2021
olivia rodrigo, you take my breath away pic.twitter.com/RGRVxzIbS9
— hqrodrigo (@hqrodrigo) September 26, 2021
olivia rodrigo, you take my breath away pic.twitter.com/RGRVxzIbS9
— hqrodrigo (@hqrodrigo) September 26, 2021
Einn netverji sagði að hún væri ekki barn, enda orðin átján ára. Annar netverji vitnaði í texta söngkonunnar Billie Eilish um stöðuga gagnrýni sem hún verður fyrir vegna fatavals síns. Fleiri netverjar hafa einnig tekið upp hanskan fyrir Oliviu og bent á að konur mega klæðast því sem þær vilja.
people calling olivia rodrigo out for her dress is exactly what billie eilish meant here. pic.twitter.com/pm28n7NV8Y
— red rey 🧣 (@delicatraitor) September 26, 2021