fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Helgi Ómars var í ofbeldissambandi í átta ár – „Ég var í sambandi með, að ég hélt, ástinni í lífi mínu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 23. september 2021 20:00

Helgi Ómarsson. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Ómarsson, ljósmyndari og bloggari, opnar sig um ofbeldi sem hann varð fyrir í sambandi í pistli á Trendnet.

„Ég var í ofbeldissambandi í átta ár,“ segir Helgi og viðurkennir að sjálfsvinnan og andlega bataferlið eftir ofbeldið sé að taka lengri tíma en hann átti von á. Hann segir að ferlið sé flóknara en svo og þess vegna ætlar hann að stíga fram og deila sinni sögu.

„Ég hef farið fram og til baka í kringum þetta allt saman. Einn daginn er ég viss um að þetta sé allt í hausnum á mér, annan daginn er ég bugaður að hugsa til þess að ég hafi fjárfest hverri einustu frumu í sjálfum mér til að vera sem boxpúði oftar en ég þori að hugsa um,“ segir hann.

Heilinn bregst manni

Helgi hefur reynt að kynna sér og fræða sig um bæði líffræðilega og sálfræðilega hluta andlegs ofbeldis.

„Líffræðilega hef ég lært að þegar maður er í slíku sambandi þá gerir blanda af serótónin (gleðihormónið okkar) og oxitósin (streituhormónið) það að verkum að heilinn á manni sem á að vernda okkur, algjörlega svíkur mann. Heilinn fer hægt og rólega að trúa því að andlegt ofbeldi sé partur af öllu hinu góða sem finnst í sambandinu,“ segir hann og heldur áfram.

„Ég segi aldrei að hver einasta sekúnda í sambandinu mínu hafi verið hreint helvíti. Alls ekki. Ég var í sambandi með, að ég hélt, ástinni í lífi mínu. Ég elskaði hann langt fram yfir öll mörk. Ég hélt ég gæti elskað hann nóg til að koma vel fram, biðjast afsökunar á hegðun sinni og í rauninni elskað hann það mikið að það gæti leyft honum til að finna fyrir frelsi til að vera nákvæmlega hann sjálfur og ég mundi elska hann með öllum kostum og göllum.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson)

Helgi segir að hann hefði aldrei komist þangað. „Ég komst aldrei í gegnum þennan þykka skráp sem stjórnaði öllu. En ég veit líka að þetta er sorgleg staða því þetta kemur allt frá umhverfinu alveg frá blautu barnsbeini. Ég sé það núna að allt var stríð af hans hálfu, smáhlutir, pínulitlir hlutir sem skiptu engu máli, atómsaflsviðbrögð sem komu mér alltaf að óvörum, gaslýsing í tíunda veldi, ábyrgðarleysi, lygar og endalaus kýtingur.“

#MeToo-byltingin gaf honum styrk

MeToo-byltingin gaf Helga styrkinn sem hann þurfti til að standa með sjálfum sér og sannleikanum. „Ég þarf ekki að efa allt lengur,“ segir hann og bætir við að Bjarkarhlíð hefði einnig hjálpað honum gífurlega.

Helgi segir að það sé mikil þörf á aukinni umræðu um andlegt ofbeldi og alvarleika þess.

„Ég er búinn að fá að upplifa það að andlegt ofbeldi er ekkert til að draga úr. Á Íslandi sem og annars staðar eru ofbeldismenn og ofbeldisfólk ráfandi um alls staðar. Og það er algengara en við gerum okkur grein fyrir. Það er meira segja ógnvekjandi. Andlegt ofbeldi þarf að fá meiri umræðu í samfélaginu, það er grafalvarlegt að þessi tegund af ofbeldi getur gert það af verkum að heilinn getur farið í klessu og eftir að maður kemst úr aðstæðum er þörf fyrir að eyða öllum sálarkröftum til að endurprógramma heilann til að geta lifað ágætu lífi.“

Vaknaði eftir samtal

Helgi heldur úti hlaðvarpsþættinum Helgaspjallið sem hann segir hafa hjálpað við sjálfsvinnuna. Hann hefur rætt við nokkra viðmælendur um ofbeldi og segir að í einum þættinum hefði hann „vaknað að mögnuðu leyti.“

„Síðustu mánuðir hafa verið eins og línurit, skýst upp og pompar aftur niður. Það var ekki fyrr en nýlega þegar ég talaði við Söru Maríu í Helgaspjallinu sem ég vaknaði að mögnuðu leyti. Ég hef svo lengi verið fangi fórnarlambsins, sem ég reyni mér aldrei að vera í. Trúi því svo sannarlega að það er allt annað en hollt fyrir mann að vera í fórnarlambsmegin í lífinu,“ segir hann og heldur áfram.

„Ég held bara að ég hef aldrei náð að taka það í sátt að vita að ég var að rífa af mér allar öreindir til að reyna elska og „bjarga“ einhverjum sem var markvisst að eyðileggja mig. Hvernig það var hægt skildi ég ekki. Finnst allt mjög sorglegt við það.“

Hér geturðu hlustað á þáttinn með Söru Maríu.

„Við þurfum að hafa hátt“

„Það var ekki þess virði að fara í gegnum þetta ef ég get ekki hjálpað öðrum. Ég mun aldrei hætta að berjast fyrir vitundarvakningu hvað andlegt ofbeldi varðar. Ég hef fengið að upplifa hvað þetta er og hvaða áhrif þetta hefur. Við þurfum að hafa hátt, hvað varðar allt ofbeldi. Þetta á ekki að líðast. Þetta er nýja öldin okkar – ekki meiri þöggun. Höfum einnig eitt á hreinu. Ef fólk sem beitir ofbeldi vill ekki að fólk viti að þau beiti ofbeldi, þá á það ekki að beita ofbeldi.“

Að lokum hvetur Helgi fólk til að fræða sig.

„Fræðumst endalaust, hjálpumst að. Fræðið ykkur um „narsissisma“ og öll rauðu flöggin. Ef þið eruð í ofbeldissambandi er aðeins ein leið og hún er ÚT – ég veit að það er hægara sagt en gert en ekki gefast upp. Þið getið fengið aðstoð. Eins og frá Bjarkarhlíð sem gjörsamlega bjargaði mér. Þið eruð ekki ein, við erum hópur af einstaklingum sem höfum verið að hjálpast við að lyfta hvert öðru upp. Þið megið biðja um aðstoð.“

Pistillinn má lesa í heild sinni á Trendnet.is eða með því að smella hér. Þú getur einnig fylgst með Helga á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“

Vikan á Instagram – „Enginn mistilteinn en djúsí koss við jólatréð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju

Þráði stærri brjóst og lagði fermingarpeningana til hliðar fyrir stækkun – Lét taka púðana 9 árum seinna og útskýrir af hverju
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn