Fyrrverandi klámstjarnan Riley Reid greinir frá ástæðunni fyrir því að hún ákvað að segja skilið við klám í hlaðvarpsþættinum „What They Don‘t Tell You.“
Riley Reid, sem heitir réttu nafni Ashley Mathews en kallar sig opinberlega Riley, steig sín fyrstu skref í klámiðnaðinum árið 2010 þegar hún var nítján ára gömul. Hún starfaði í iðnaðinum í áratug og vann til fjölda verðlauna á ferli sínum.
Í lok árs 2020 tilkynnti hún að hún ætlaði að setjast í helgan stein. Hún segir að ein af ástæðunum hafi verið að hún átti erfitt með að finna ástina. Hún greinir frá þessu í hlaðvarpsþætti kom út á dögunum.
Riley segir að það hefði verið erfitt að kynnast einhverjum þar sem fólk væri með þessa „persónu“ af henni í huganum.
„Það var sérstaklega erfitt eftir að ég varð þekkt, þá var mjög erfitt að kynnast einhverjum sem vissi ekki hver ég var. Það voru alltaf þessir aðdáendur, þeir „hittu“ mig fyrst í huganum sem Riley þannig það var mjög erfitt að snúa því við og kenna þeim að ég væri Ashley,“ segir hún.
„Það er oft talað um að þú ferð ekki með klámstjörnu heim að hitta mömmu.“
Riley segir að hún hefði fyrst ákveðið að hætta að leika í gagnkynhneigðu klámi því hún væri „einmana“ og vildi „ást og væntumþykju.“
„Það var mjög erfitt að fara á stefnumót […] Ég hef verið að hitta gaura sem sögðu mér að velja þá eða klámið. Ég valdi alltaf klámið þar sem það krafðist aldrei þess að ég myndi gera upp á milli,“ segir hún.
Riley fann ástina og er gift í dag. Hún starfar sem áhrifavaldur og nýtur mikilla vinsælda á Instagram.
Hún og hinn lettlenski Pasha Petkuns gengu í það heilaga í sumar. Því miður virtust netverjar ekki geta samglaðst parinu og fengu þau holskeflu ljótra athugasemda.
Sjá einnig: „Af hverju í andskotanum myndirðu giftast einhverri eins og henni?“
Í þættinum ræðir Riley einnig um hvernig hún kynntist eiginmanni sínum ásamt mörgu öðru. Horfðu á hann hér að neðan.