fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Nú steinhættir þú að fara í sturtu á hverjum degi

Fókus
Sunnudaginn 12. september 2021 14:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er algjör óþarfi að fara í sturtu á hverjum einasta degi og þú ert í rauninni frekar að valda húðinni skaða en gera henni gagn með því. Þetta er mat sérfræðings við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, dr. Elaine Larson.

Ef þú ferð í sturtu á hverjum einasta degi –  sumir eiga það til að fara oftar en einu sinni í sturtu á dag – þá eykur það líkurnar á húðþurrki og gerir húðina sömuleiðis móttækilegri fyrir sýkingum. Það segir sig sjálft að sprungin húð opnar leiðina fyrir allskonar bakteríur inn í líkamann.

Elaine er þeirrar skoðunar að það sé algengur misskilningur hjá fólki að það sé að gera mikið gagn með því að fara í sturtu alla daga. Eini ávinningurinn af tíðum sturtuferðum er að þú losnar við svitalykt eða dæmigerða líkamslykt.

Fleiri sérfræðingar eru sammála um þetta og einn þeirra er Dr. C Brandon Mitchell, aðstoðarprófessor í húðlækningum við George Washington University. Hann segir að þegar við förum í sturtu losum við húðina við náttúrulegar olíur sem aftur getur komið ójafnvægi í bakteríuflóruna í og á líkamanum. Sumar bakteríur eru nefnilega gagnlegar og þegar jafnvægi þeirra raskast getur voðin verið vís.

Mitchell segir í samtali við Time: „Líkami okkar er mjög fullkominn, hann er eins og vel smurð vél. Ég held að flestir baði sig allt of oft,“ segir hann. Hann segir að þeir sem kjósa að fara í sturtu á hverjum degi þurfi ekkert endilega að sleppa því, en hann mælir mjög gegn því að nota sápu á allan líkamann í hvert skipti.

Í raun sé nóg að nota hana á svæði sem eiga það til að lykta illa, til dæmis handarkrika og fætur. Þá segir hann að þeir sem eru með mjög þurrt hár þurfi ekki að þvo það nema á nokkurra vikna fresti, en það geti gagnast einstaklingum með vandamál í hársverði, til dæmis flösu, að þvo það tvisvar í viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“
Fókus
Í gær

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol
Fókus
Fyrir 3 dögum

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live