fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Tobba Marinós fær trylltar móttökur á „barnum sem mamma þín vill að þú farir á“

Fókus
Föstudaginn 3. september 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tobba Marinós opnaði í síðustu viku Granólabar úti á Granda í Reykjavík ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkis. Saman eiga þær og reka einnig Náttúrulega Gott sem framleiðir handgert íslenskt granóla án viðbætts sykurs sem hefur slegið í gegn.

„Þetta var klárlega miklu meiri vinna en ég bjóst við og framtakstálmunin sem fólk mætir er alveg galin. Allt ferlið í kringum það að opna svona lítinn „take away“ stað á stað þar sem var einmitt slíkur staður áður en í raun óhugsandi. Mér leið dag eftir dag eins og og einhver hefði tekið rifjárn og hamast á taugakerfinu á mér en þó var ég skynsöm og gerði ráð fyrir að þetta tæki langan tíma og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun og kalla alls ekki allt ömmu mína.“

„Þetta tókst þó að lokum og á þriðjudaginn í síðustu viku opnuðum við loksins. Það hefur auðvitað gengið á ýmsu. Við erum öll fjölskyldan saman í þessu – við mamma stöndum vaktina og systir mín flutti tímabundið heim frá London til að hjálpa okkur. Viðtökurnar hafa verið tryllt góðar og ég er ákaflega þakklát þó ég viðurkenni að ég sé þreytt.“

Á barnum er seldur Nicecream sem er ís gerður einungis úr frosnum ávöxtum og hnetumjólk og því laus við allan viðbættan sykur og dýraafurðir. Tobba segir landsmenn taka vel í þessa nýjung sem og fyrsta sykurlausa barinn en þar fást einnig partýkúlur, kaffisjeik, súkkulaðikökur og annað gúmmelaði. „Þetta er barinn sem mamma þín vill að þú farir á,“ segir hún og hlær – „Allavega vill mamma mín það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti