fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fókus

Tanja og Egill eru hætt saman – Orðrómurinn síðan í sumar orðinn að veruleika

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 3. september 2021 11:17

Egill og Tanja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrálátur orðrómur var á kreiki í sumar um að Tanja Ýr Ástþórsdóttir, áhrifavaldur og athafnakona, og Egill Fannar Halldórsson, athafnamaður og áhrifavaldur, væru hætt saman. DV bárust fjöldi ábendinga um að sambandinu væri lokið og var meðal annars bent á að parið hafði ekki lækað færslur hvors annars á samfélagsmiðlum í nokkrar vikur.

DV náði sambandi við Egil sem var spurður út í orðróminn. Hann vísaði því alfarið á bug að þau væru hætt saman og segir að aðeins um orðróm um að ræða eins og áður. Þetta var nefnilega ekki í fyrsta sinn sem fólk heldur að þau hafi sagt skilið við hvort annað. Þannig hefur Tanja Ýr í nokkur skipti þurft að gefa út yfirlýsingar í Story á Instagram vegna fjölda spurninga frá fylgjendum sínum um sambandsstöðu þeirra.

Svo virðist þó vera sem sambandinu sé lokið núna. Smartland greinir frá því að parið sé hætt saman og er í fréttinni sagt að það hafi gerst fyrir nokkrum vikum síðan. Þá er bent á að þau séu nú hætt að fylgja hvoru öðru á samfélagsmiðlinum Instagram.

Tanja og Egill hafa verið saman í nokkur ár en þau trúlofuðu sig árið 2014 þegar þau voru stödd á ferðalagi í Mexíkó. Þau voru mikið fyrir að ferðast og fluttu til að mynda til Tyrklands fyrr á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Í gær

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þetta er símtal sem ég myndi ekki vilja óska neinum að fá“

„Þetta er símtal sem ég myndi ekki vilja óska neinum að fá“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“