Viðtal sem RÚV tók við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í gærkvöldi hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðilinn Twitter. Allir í stjórn KSÍ hættu í stjórninni í gær en Klara ákvað að sitja áfram sem framkvæmdastjóri við litla kátínu netverja.
Í viðtalinu sem um ræðir talaði Klara ákaflega mikið um ferli. Svo mikið talaði hún um að ferli að hún sagði orðið „ferli“ alls 17 sinnum í viðtalinu. Klipparinn Guðni Halldórsson ákvað í gærkvöldi að klippa saman öll skiptin sem hún segir ferli í stutt myndskeið sem má sjá fyrir neðan.
Hver er þá staðan á málinu… pic.twitter.com/vdGDUBweiq
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) August 30, 2021
Fleiri á Twitter gerðu stólpagrín að orðaforða Klöru. Aðrir gagnrýndu hana fyrir að hætta ekki sem framkvæmdastjóri og enn aðrir gerðu bæði á sama tíma. Hér fyrir neðan má sjá brot af umræðunni sem fór fram á Twitter eftir að viðtalið birtist:
Klara sagði “ferli” 17x á 6:30 mín🤯#klaraþarfaðfara
— Ólöf Tara (@OlofTara) August 31, 2021
Hvað segiru Klara var eitthvað sett í “ferli” sagði þetta ekki nema svona 47x 🥱🥱🥱🥱
— Ágúst Þór B (@agustthor9) August 31, 2021
Klara og KSÍ eru rosalega mikið í að setja hluti í ferli, en ekki jafn mikið fyrir útkomur og aðgerðir. pic.twitter.com/w7AIdF4vT0
— Anna! (@annavignisd) August 31, 2021
Hvað þýðir að setja eitthvað í ferli? Ætli þetta sé ferlið sem Klara er að tala um? pic.twitter.com/3BknQ5eKhl
— Ingi B. (@IngiBGunnarsson) August 31, 2021
Að Klara se búin að vinna lengur hjá KSÍ en ég hef lifað á þessari plánetu ÁN ÞESS að hafa tekið eftir öllu ógeðinu sem fékk að grassera segir mér að hún se ekki starfi sínu vaxin.
Hvað er hægt að setja mikið af shitti i ferli án þess að fá goða niðurstöðu?#klaraþarfaðfara
— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) August 31, 2021
"jaaaa og nei… sko við fréttum jú af einhverri hópnauðgun og það fór í eitthvað ferli sem enginn veit hvað varð úr". HÓPNAUÐGUN???
Út með þig, Klara. Þú ert augljóslega ekki starfi þínu vaxin. https://t.co/U5ca1BBFZo
— Úlfar (@ulfarviktor) August 30, 2021
var einhver sem tók að sér að telja hversu oft Klara sagði ferli í fréttunum áðan? #ksí #klaraþarfaðfara
— Jónína Bjarnadóttir (@joninabj) August 30, 2021
Ferli
Ferl
Fer
Er
Fer
Ferl
FARÐU KLARA https://t.co/ivDcdl4iPD— Kristín Lea (@KristinLeas) August 30, 2021
Breaking news: Klara Bjartmars ráðin framkvæmdastjóri FERLI ehf.
Sjá nánar á https://t.co/fkrYQ7zGoc pic.twitter.com/pETF03TMj1— Ísak Máni Wíum (@wium99) August 30, 2021
Gat Klara ekki sagt vegferð svo sem eins og einu sinni í stað þess segja ferli 17 sinnum ?
— Leifur Ragnar Jónsso (@LJonsso) August 30, 2021
Ferli. Orð sem Klara kann augljóslega.
Síðasta verk fráfarandi stjórnar þarf semsagt að vera að senda henni uppsagnarbréf. Ætli það sé ekki bara komið í ferli?— Jóhanna Ýr (@johanna_yr) August 30, 2021
Þetta er ss í ferli… Klara stígðu frá, þetta er kjánalegt.
— sisi astthors (@Sisi_Astthors) August 30, 2021
Allt rosalega mikið "í ferli". Klara búin að vera í KSÍ í 27 ár og er greinilega part of the problem.
— Óskar Páll Þorgilsson (@MrFlanker) August 30, 2021
Það er merkilegt með Klöru Bjartmarz að hún hefur, í öll þessi ár á sama vinnustað, aldrei heyrt um fyrirbærið "að segja upp". En svo er það kallað þegar fólk hættir störfum. Hún virðist bíða eftir því að hennar mál verði sett í "ferli". #ferli #klara
— Gudmundur Brynjolfss (@GBRYNJOLFSSON) August 30, 2021