Árið 2020 var ekki auðvelt ár fyrir tónlistarfólkið okkar. Samkomutakmarkanir gerðu tónleikahald ómögulegt stóran hluta árs en nýttu margir tækifærið til að semja og gefa út nýja tónlist.
Tekjublað DV kom út á miðvikudaginn. Þar má finna upplýsingar um tekjur 2.593 Íslendinga.
Herra Hnetusmjör er tekjuhæsti rappari Íslands með rúmlega 730 þúsund krónur í laun á mánuði í fyrra. Hann hefur gefið út fimm plötur og gaf síðast út plötuna Erfingi krúnunnar í fyrra. Í fyrra kom einnig út ævisaga hans eftir Sóla Hólm under titlinum Herra Hnetusmjör: Hingað til.
Gísli Pálmi var með 0 krónur í laun á síðasta ári. Hann gaf síðast út plötu árið 2018. Hann hefur verið með annan fótinn í Lundúnum síðustu ár en er með skráð lögheimili á Íslandi. Hann greindi nýverið frá því að það væri að vænta nýrrar tónlistar frá honum sem myndi breyta leiknum.
Sjáðu tekjur íslensku rapparana hér að neðan.
736.738 kr. á mánuði.
474.669 kr. á mánuði.
398.716 kr. á mánuði.
197.607 kr. á mánuði.
189.670 kr. á mánuði.
146.341 kr. á mánuði.
115.939 kr. á mánuði.
101.432 kr. á mánuði.
0 kr. á mánuði.