Þorlákur Kristinsson Morthens, sem gengur undir listamannsnafninu Tolli, var tekjuhæstur íslenskra listamanna í fyrra. Á miðvikudaginn síðastliðinn kom út Tekjublað DV þar sem má finna upplýsingar um tekjur 2593 Íslendinga.
Bræðurnir eru án efa tveir af færustu og vinsælustu listamönnum landsins og hafa verið heittelskaðir af þjóðinni í áratugi.
Tolli hefur verið þekktur fyrir landslags og abstrakt verk sín síðan á níunda áratugnum. Bubbi Morthens gaf út sína fyrstu plötu árið 1979 og hefur síðan þá gefið út fjölda platna, bæði sem sóló listamaður en einnig með hljómsveitunum Egó og Utangarðsmenn.
Tolli var með 3.153.666 kr. á mánuði í fyrra miðað við greitt útsvar 2020.
Bubbi var með 773.690 kr. á mánuði.