Raunveruleikastjörnurnar og áhrifavaldarnir Patrekur Jaime, Bassi Maraj og Binni Glee hafa slegið rækilega í gegn í þáttunum Æði sem eru framleiddir af Stöd 2.
Í raunveruleikaþáttunum er fylgst með daglegu amstri drengjanna og hafa tvær þáttaraðir komið út og sú þriðja á leiðinni.
Ekki nóg með að vera stærstu raunveruleikastjörnur Íslands um þessar mundir eru þeir einnig vinsælir áhrifavaldar og hefur Bassi Maraj einnig reynt fyrir sér í tónlist og gefið út nokkur lög.
Tekjur Æði-gengisins kom fram í Tekjublaði DV sem kom út fyrr í vikunni ásamt tekjum yfir 2500 Íslendinga.
Binni Glee, eða Brynjar Steinn Gylfason eins og hann heitir fullu nafni, var með 178.228 kr. á mánuði miðað við greitt útsvar 2020.
Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, sem allir þekkja sem Bassa Maraj, var aðeins tekjuhærri með 243.967 kr. á mánuði.
Patrekur Jaime var tekjuhæstur af vinunum með 270.089 kr. á mánuði.
View this post on Instagram
Lesa meira: Þetta eru laun íslensku klámstjarnanna – Klara Sif þénar margfalt meira en kollegar sínir
Lesa meira: Tekjublað DV – Sjáðu laun ofurparsins Línu Birgittu og Gumma Kíró