fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Sauð upp úr þegar tveir 18 ára drengir rökræddu við Ernu um fitubrandara Gillz

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 20. ágúst 2021 12:00

Samsett mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir átján ára drengir mættu í nýjasta hlaðvarpsþátt Eigin Kvenna ásamt Ernu Kristínu Stefánsdóttur, áhrifavaldi og aktívista, til að ræða um fitufordóma.

Drengirnir, Kjartan Leifur Sigurðsson og Kolbeinn Björnsson, komu til að ræða um umdeilt grín Egils „Gillz“ Einarssonar. Egill tók upp myndband á veitingastað í Sviss. Í því spyr hann þjóninn hvort það sé í lagi að Sveppi sitji með þeim á staðnum.

„Er í lagi að þessi feiti sé hérna? Er það í lagi?“ spyr Egill á ensku og þjónninn hlær og svarar játandi. „Viltu láta hann fara eða er þetta í lagi?“ spyr Egill svo og þjónninn segir að það sé í lagi.

Grínið var gagnrýnt af mörgum, meðal annars íþróttakonunni og áhrifavaldinum Eddu Falak sem er einnig annar þáttastjórnanda Eigin Kvenna.

Kolbeini og Kjartani þótti grínið fyndið og komu í þáttinn til að ræða um það. Hinum megin við borðið var Erna Kristín, betur þekkt sem Ernuland. Hún er ötull talsmaður fyrir jákvæða líkamsímynd og hefur gert það að starfi sínu að fræða fólk um skaðsemi fitufordóma og efla jákvæða líkamsímynd. Hún hefur skrifað tvær bækur þess efnis og heldur reglulega fyrirlestra, auk þess heldur hún úti mjög vinsælli Instagram-síðu með yfir 23 þúsund fylgjendur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

„Ástæðan af hverju þetta er fyndið er því Sveppi sjálfur hefur gert sketsa, alltaf verið að gera grín af sér fyrir að vera feitur. Fullt af fólki horfir á það og finnst það fyndið, þetta var á Stöð 2 í sjónvarpinu,“ segir Kolbeinn í þættinum.

„Eflaust líka fólk sem móðgaðist við þetta, en þó maður eigi að passa að sig að móðga sem fæsta að gera grín en held það sé erfitt að móðga engan með gríni,“ segir Kjartan.

„Það væri ógeðslega fyndið ef Sveppi væri eini feiti einstaklingurinn á Íslandi. Og þá væri þetta þá bara eitthvað grín á milli þeirra. Við vitum ekki hvort Sveppi gráti í koddann eða ekki, vonandi ekki. Á sama tíma ef hann væri eini feiti Íslendingurinn þá myndi ég skilja hvert þú ert að fara,“ segir þá Erna.

Mikill hiti færðist í leikinn og það endaði með að Erna fékk nóg og gekk út úr miðju viðtali.

Horfðu á samtalið sem leiddi til þess að Erna ákvað að komið væri gott í spilaranum hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

Þáttinn má nálgast á Patreon-síðu Eigin Kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“
Fókus
Í gær

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“

„Ég myndi ekki velja mér lífsþjálfa sem aldrei hefur fengið synjun á kortið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“

Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju
Fókus
Fyrir 4 dögum

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki