fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Þetta eru laun íslensku klámstjarnanna – Klara Sif þénar margfalt meira en kollegar sínir

Fókus
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 18:30

Samsett mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klara Sif Magnúsdóttir ber höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar OnlyFans-stjörnur en hún er með margfalt hærri laun kollegar sínir með rúmlega 1,1 milljón krónur í laun á mánuði miðað við greitt útsvar á síðasta ári. Hún er til að mynda með 25 sinnum hærri tekjur en Ósk Tryggvadóttir.

OnlyFans er síða sem gerir notendum kleift að selja efni gegn mánaðarlegu gjaldi. Allur gangur er á því hvers konar efni er deilt á síðunni. Einkaþjálfarar, listafólk og áhrifavaldar nota gjarnan síðuna en nekt og erótískt efni er lang vinsælast.

Áskrifendur greiða mánaðarlegt gjald og fá þar með aðgang að almennri síðu notandans. Síðan er hægt að kaupa meira efni, oft djarfara eða grófara efni, gegn aukalegu gjaldi. Áskrifendur geta einnig lagt fram beiðnir gegn gjaldi.

Sjá einnig: Þetta eru stærstu íslensku OnlyFans-stjörnurnar

Við tókum saman tekjur hjá fleiri OnlyFans-stjörnum á Íslandi.

Ósk Tryggvadóttir

Ósk Tryggvadóttir, 23 ára, hefur verið á OnlyFans í rúmlega tvö ár. Hún vakti landsathygli í apríl þegar hún steig fram í viðtali, ásamt Ingólfi Vali Þrastarssyni, í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Þau ræddu um hvernig það er að vera á OnlyFans og hvað felst í starfinu.

Laun: 45.633 kr. á mánuði

 

View this post on Instagram

 

A post shared by @ingolfurvalur

Ingólfur Valur

Ingólfur Valur Þrastarson, 25 ára, er vinur og herbergisfélagi Óskar og framleiða þau reglulega efni saman fyrir OnlyFans. Ingólfur hefur áður sagt í viðtali að hann er ekki í aðalhlutverki í myndböndunum, heldur konurnar sem hann stundar kynlíf með. Hann framleiðir ekki „sóló“ efni og reynir að höfða til gagnkynhneigðra karla.

Laun:201.566 kr. á mánuði

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Edda lov👾 (@eddalovis)

Edda Lovísa Björgvinsdóttir

Edda Lovísa Björgvinsdóttir er tvítug og mjög virk á OnlyFans. Edda Lovísa er einnig mjög virk á Twitter undir notendanafninu Skyler Grace og birtir þar einnig stutt erótísk myndbönd til að auglýsa OnlyFans-síðu sína.

Laun: 126.066 kr. á mánuði

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Klara Sif (@klarasif)

Klara Sif

Klara Sif Magnúsdóttir hefur verið mjög opinská um tilvist sína á OnlyFans og tekjurnar sem hún hefur þaðan, bæði á TikTok og í viðtölum. Í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur greindi hún frá því að hún hefði þénað fimmtán milljónir króna frá ágúst 2020 til apríl 2021.

Laun: 1.143.648 kr. á mánuði

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Birta Blanco (@birtablanco)

Birta Blanco

Birta Blanco, 23 ára  steig fram í viðtali við Stundina og greindi frá því að hún hefði verið tilkynnt til barnaverndar eftir að hún byrjaði á OnlyFans. Hún sagðist jafnframt vita af því að hún væri ekki eina móðirin á OnlyFans til að vera tilkynnt til barnaverndar.

Laun: 287.271 kr. á mánuði

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lovetwisted 🍑 (@lovetwistedxo)

Kara Rut Hanssen og Viktor Böðvarsson

Kara Rut steig fram í viðtali við Vísi í byrjun sumars ásamt kærasta sínum, Viktori Böðvarssyni, og greindi frá vinsældum sínum á OnlyFans. Kara hefur starfrækt OnlyFans síðu sína síðan í ágúst í fyrra og framleiða hún og Viktor efni fyrir síðuna saman. Í viðtali Vísis sögðust þau hafa góðar tekjur af þessu.

„Við byggjum ekki í þessu húsi nema að það væri fyrir þessar tekjur. Hún er með töluvert hærri tekjur en ég en auðvitað er þetta rokkandi á milli mánaða,“ sagði Viktor í viðtalinu.

„Þessar tekjur eru allar gefnar upp til skatts og við erum með endurskoðanda að vinna fyrir okkur til að halda utan um þetta allt,“ sagði Kara.

Laun Köru: 108.367 kr. á mánuði

Laun Viktors: 438.744 kr. á mánuði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Í gær

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst