Marta María Jónasdóttir, fréttastjóri Smartlands á mbl.is, og Páll Winkel, fangelsismálastjóri, gengu í hjónaband í Bessastaðakirkju í dag.
Marta María og Páll tóku saman haustið 2015 og 2017 tilkynntu þau um trúlofun sína.
Nú í ársbyrjun fluttu þau í glæsilega eign á Tjarnarbrekku á Álftanesi, í nágrenni við Bessastaði, og útsýnið stórfenglegt.
Páll sneri þá aftur á Álftanesið eftir tveggja ára fjarveru, en þau bjuggu þar áður saman í Fossvoginum í Reykjavík.
DV óskar nýbökuðu hjónunum til hamingju!