fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fókus

Nökkvi segist hafa verið dæmdur af samfélaginu vegna afstöðu sinnar til bólusetninga – Telur föstur, dagbókarskrif, og göngutúra vera góða vörn gegn veirunni

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 7. ágúst 2021 10:01

Nökkvi Fjalar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuleg afstaða Nökkva Fjalars Orrasonar, athafnamanns og frumkvöðuls til bólusetninga vakti mikla athygli í síðustu viku, en hann sagðist ekki hafa farið í bólusetningu við COVID-19. Samfélagsmiðlar loguðu í kjölfarið, og skutu margir ansi hart að Nökkva.

Nökkvi Fjalar vildi ekki láta bólusetja sig – „Þetta er viðkvæmt mál“

Íslendingar furða sig á ákvörðun Nökkva – Auddi Blö skýtur harkalega á hann

Í dag birti hann svo langa Facebook-færslu til að skýra afstöðu sína. Þar tekur hann skýrt fram að hann sé ekki á móti bólusetningum, eða þeim sem velji að fara í þær og segir augljóst að þær hjálp í baráttu við veiruna. Hann segist einfaldlega hafa ákveðið að skoða málið sjálfur og hans niðurstaða hafi verið sú að fara ekki í bólusetningu.

Nökkvi segir að ef atburðir síðustu daga hafi kennt honum eitthvað sé það að það geti verið krefjandi að hafa skoðun ólíka almenningsálitinu. Hann segir fólk ekki þora að segja sína skoðun vegna ótta við að vera dæmdur af stórum hluta samfélagsins, en sjálfur segist hann hafa lent í því.

Hann segist sem betur fer vera með margra ára þjálfun í því að taka gagnrýni, og telur umræðu síðustu daga hafa styrkt sig.

Nökkva finnst margt óljóst varðandi bóluefnin við COVID-19 og ákvað því að fara ekki í bólusetningu. Hann heldur því fram að heilbrigður lífsstíll ætti að vera ein besta vörnin við veirunni.

Hann telur upp þá hluti sem hann notar sem vörn gegn veirunni, en þeir eru: öndunaræfingar, vatn, svefn, hollt mataræði, föstur, hreyfing, göngutúrar, hlaup, styrktaræfingar, yoga, hugleiðsla, ferðir í kaldan pott, ráðgjöf hjá sálfræðingi eða hugarfarsþjálfara, dagbókarskrif, stoðkerfisæfingar, félagsleg tengsl, lágmarka kyrrsetu og útivera.

Færsla Nökkva er eftirfarandi:

„Þar sem margir hafa sett sig í samband við mig sl daga þá langar mig að deila því sem ég hef lært eftir að hafa tjáð mig um að ég væri ekki bólusettur:

Ég vil byrja póstinn á því að segja að ég er ekki á móti bólusetningum og virði fullkomlega ákvörðun þeirra sem hafa látið bólusetja sig gegn veirunni. Fyrir mér er þetta ekki svart eða hvítt, rétt eða rangt heldur spurning um persónulegt val.

Bóluefnin eru klárlega að aðstoða fjöldann í baráttunni við veiruna, tölfræðin sýnir það mjög greinilega.

Ég kom mér í þessar aðstæður með því að svara spurningu á Instagram þar sem ég tjái mig um það að ég sé ekki bólusettur.

Ég lærði sl. daga að það er krefjandi fyrir einstaklinga í samfélaginu okkar að hafa aðra skoðun heldur en flestir. Ég lærði að fólk í samfélaginu okkar þorir ekki að tjá sig vegna þess að það óttast að lenda í því sem ég lenti í, að vera dæmt af stórum hluta samfélagsins.

Sem betur fer er ég með margra ára þjálfun í því að taka gagnrýni og hefur gagnrýnin eingöngu styrkt mig.

Ég tel gott fyrir okkur og mikilvægt að tala upphátt og hlusta hvert á annað. Þótt umræðan hafi verið mjög einhliða hér á landi þá eru vissulega fleiri hliðar á málinu sem því miður fá ekki nægilega athygli. Það hefur enginn 100% rétt fyrir sér og þess vegna er gaman að skoða fleiri hliðar á málinu.

Persónulega vil ég lifa í samfélagi sem skoðar sem flesta vinkla með opnum hug.

Ég skrifa þennan póst til að hvetja fólk til þess að tala upphátt og segja hvað því liggur á hjarta. Hvort sem þú vilt tala við þína nánustu eða pósta því á samfélagsmiðla. Einnig vil ég hvetja þá sem eru ósammála þessu að prófa að hlusta á mína hlið án þess að dæma og eiga málefnalegar umræður.

Við hljótum öll að vera með sama markmið og það er að verjast veirunni. Ef við horfum á þetta frá sem flestum hliðum þá trúi ég því að við munum í sameiningu komast lengra í baráttunni við veiruna.

Ég fékk mörg hundruð skilaboð frá fólki sem þakkaði mér fyrir að hafa talað upphátt um viðkvæmt mál og er þakklátur fyrir það.

Ég fékk líka mörg hundruð skilaboð frá fólki sem lét mig heyra það fyrir að deila minni skoðun, ég er líka þakklátur fyrir þau skilaboð.

Engum ber skylda til að virða þessa skoðun mína og ég ætlast ekki til þess að neinn geri það. En markmið mitt með þessum pósti er að hvetja til þess að við gefum hvert öðru rými til þess að taka okkar eigin ákvarðanir.

Fyrir þá sem vilja vita af hverju ég tók ákvörðun um að fara ekki í bólusetningu á þessu stigi þá skrifaði ég nokkra punkta hér. Þessi ákvörðun mín er ekki endilega endanleg en ég er sífellt að afla mér frekari upplýsinga til að geta tekið upplýstar ákvarðanir um það sem tengist mér og minni heilsu. Mér hefur hlotnast sá heiður sl. daga að fá tækifæri til að spjalla við ýmsa fræðimenn um bóluefnið og marga aðra góða aðila og er áhugasamur að halda áfram að læra.

Mín hlið:

Staðreyndin er sú að bóluefnið verður á rannsóknarstigi til 2023 og hefur því engar langtímaprófanir á bak við sig sem heldur okkur í ákveðinni óvissu um langtíma áhrif þess. Þótt margt bendi til þess að þau séu örugg þá vitum við hreinlega ekki nóg og ómögulegt að segja til um áhrif þess til lengri tíma eins og staðan er núna.

Ýmsir virtir vísindamenn, læknar og sérfræðingar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun okkar að bólusetja allan heiminn en því miður fá þeir lítið tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Eins og komið hefur í ljós undanfarnar vikur getur bólusettur einstaklingur smitað aðra eins og óbólusettur einstaklingur. Í mínum huga var ég því ekki að taka ákvörðun fyrir fólk í kringum mig heldur fyrir mig sjálfan, út frá mínum skilningi og með þeim upplýsingum sem ég hafði í höndunum.

Vísindagreinar um covid hafa einnig bent sterklega til þess að með því að huga að heilsu og lífsstíl og viðhalda heilbrigðri efnaskiptaheilsu drögum við gríðarlega úr líkunum á því að fara illa út úr covid og þar með setja aukið álag á heilbrigðiskerfið.

Því er mitt framlag í þessari baráttu að hvetja aðra til að efla heilsuna sína til að létta á heilbrigðiskerfinu úr nær öllum áttum, ekki aðeins í tengslum við veiruna.

Ég trúi því að heilbrigður lífsstíl og sterkt og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn veirunni.

Ekkert ónæmiskerfi er eins og þess vegna vitum við aldrei hvernig þessi veira kemur til með að hafa áhrif á hvert og eitt okkar. En ég trúi því að þú getir styrkt varnarkerfi líkama þíns, ónæmiskerfið, daglega með ýmsum öðrum leiðum heldur en fara bara í bólusetningu.

Hér eru nokkur lykilatriði fyrir mig:

Öndunaræfingar – Gríðarlega öflugt tól til að bæta súrefnisupptöku og rækta heilbrigði.

Vatn – Gífurlega mikilvægt fyrir kerfið að vera vel vökvaður

Svefn – Fyrir mig er mikilvægt að sofa í kringum 8 tíma. Einnig nauðsynlegt fyrir heilbrigt og vel starfandi ónæmiskerfi að vera vel sofinn.

Hollt mataræði – 90% af matnum sem ég borða er náttúrulegur, lítið unninn og með fáum innihaldsefnum

Föstur eru líka mikilvægar fyrir mig og ég fasta í 18-20 tíma á hverjum degi og svo 72 tíma á þriggja mánaða fresti

Hreyfing – Göngutúrar, hlaup, styrktaræfingar, yoga og fleira

Hugleiðsla – Að taka sér stund og koma sér í tengingu við nú-ið

Hugleiðsla aðstoðar mig við streitustjórnun. Streita hefur mikil áhrif á varnarkerfið okkar og alhliða heilbrigði

Kaldur pottur – Það er talið gott fyrir ónæmiskerfið okkar að stunda kalda potta

Ráðgjöf/Sálfræðingar/hugarfarsþjálfarar – Gífurlega mikilvægt að hafa einhvern til þess að tala við. Gott að fá álit annarra á sínum málum

Dagbókaskrif – Að gefa sér rými með sjálfum sér til þess að fara yfir daginn er allra meina bót.

Stoðkerfisæfingar – Hryggurinn okkar er mikilvægur og gífurlega mikilvægt fyrir kerfið að huga að honum

Félagsleg tengsl – Vera í fallegu og hreinskilnu sambandi við fólk í kringum sig.

Lágmarka kyrrsetu – Við höfum þróast þannig að líkaminn þarf að vera á ferðinni. Lágmarka það að sitja of lengi.

Útivera – Fara í náttúruna

Vera trúr sjálfum sér – Mér finnst ekkert betra en að fara á koddann eftir góðan dag vitandi að ég fylgi hjartanu mínu.

Allir þessir hlutir hér að ofan hafa samkvæmt rannsóknum áhrif á andlegu heilsuna sem hefur gífurleg áhrif á varnarkerfið okkar, ónæmiskerfið.

Eftir að ég byrjaði að stunda þessa hluti hér að ofan hefur heilsa mín og vellíðan orðið töluvert betri.

Ég huga að andlegri og líkamlegri heilsu minni allan ársins hring og geri mitt allra besta til þess að hafa jákvæð áhrif á fólk í kringum mig og þá sem fylgjast með mér.

Það er mitt framlag.

Ég vona innilega að þessi póstur hvetji þig til að vera trúr sjálfum þér, hafa hugrekki til að standa með þínum skoðunum,  taka upplýstar ákvarðanir og vera heilbrigðasta og besta útgáfan af sjálfum þér.

Ef ekki þá finnst mér það miður en óska þér góðs gengis.

Takk fyrir að lesa svona langt.

Kær kveðja

Nökkvi Fjalar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vala Grand reis upp úr öskunni eftir erfitt tímabil – Menntaði sig fyrir föður sinn heitinn og fann ástina

Vala Grand reis upp úr öskunni eftir erfitt tímabil – Menntaði sig fyrir föður sinn heitinn og fann ástina
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn

Sonur Gretu Salóme og Elvars Þórs hefur fengið nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti gamla mynd af þjóðþekktum mönnum til að sýna breytta tíma – „Bundu bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn“

Birti gamla mynd af þjóðþekktum mönnum til að sýna breytta tíma – „Bundu bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gamall draugur vakinn upp hjá Gísla Marteini í gærkvöldi – Hvar er Guðmundur?

Gamall draugur vakinn upp hjá Gísla Marteini í gærkvöldi – Hvar er Guðmundur?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Helgi Jean rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar – „Ég gat ekki séð fyrir mér að lífið myndi batna“

Helgi Jean rakst harkalega á vegg miðlífskrísunnar – „Ég gat ekki séð fyrir mér að lífið myndi batna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“

Aðdáendur ástralska hjartaknúsarans ekki sáttir – „Hélt að hann væri einn af góðu strákunum“