Nökkvi Fjalar Orrason, athafnamaður og frumkvöðull, hefur ekki látið bólusetja sig og mun ekki gera það. Hann ræddi þetta á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi.
Hann var spurður hvaða bóluefni hann hafi verið bólusettur með en hann sagðist ekki hafa ekki þegið bólusetningu. Hann segir ástæðuna fyrir þessu vera að hann hafi lesið sig til um málið og taldi það vera best fyrir hann að sleppa því.
Hann segist þó alls ekki vera á móti bólusetningum og skilur alla sem hafa látið bólusetja sig. „Þetta er viðkvæmt mál,“ sagði Nökkvi áður en hann útskýrði sína hlið.
Það vakti athygli í apríl síðastliðnum þegar Nökkvi sýndi frá því á Instagram-síðu sinni að hann hafi tekið ofskynjunarsveppi eftir sjö daga föstu. Það var einn af þeim hlutum sem hann vildi prófa á árinu en hann hafði gert lista með 52 hlutum sem hann vildi gera.
„Ég fór inn í þetta með opnum hug, til að kanna þetta og sjá hvernig þetta getur aðstoðað mig að fá ennþá meira að fá meira út úr sjálfum mér til að aðstoða aðra,“ sagði Nökkvi um þá reynslu í samtali við DV á sínum tíma.