fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Sakamál: Hver vildi Mary Yoder feiga?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 10. júlí 2021 20:00

Mary Yoder. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mary Yoder var kona sem virtist ætla að blómstra lengi. Hún var menntaður hnykklæknir, eða krírópraktor, og rak ásamt eiginmanni sínum kírópraktor-stöð í bænum Whitesboro í New York-fylki. Mary var sextug að aldrei en leit út fyrir að vera töluvert yngri. Hún lifði afskaplega heilsusamlegu lífi og bar það með sér enda ljómaði hún af heilbrigði og lífsgleði.

Það var því mörgum gífurlegt áfall þegar Mary lést sumarið 2015 eftir aðeins sólarhringslöng veikindi. Veikindin lýstu sér í magaverkjum og niðurgangi og voru einkennin svo heiftarleg að Mary lagðist inn á sjúkrahús. Hún vænti þess að útskrifast daginn eftir en þess í stað lést hún af veikindunum.

Krufning leiddi ekki í ljós dánarorsok og skimanir eftir eiturefnum sem algengt er að fólki séu byrluð, t.d. arsenik, leiddu ekki til jákvæðrar niðurstöðu. En nokkrum mánuðum síðar, eða í október 2015, leiddu rannsóknir í ljós að Mary hafði verið með banvænan skammt af lyfinu Colchicine í líkama sínum. Lyfið er gefið við þvagsýrugigt en Mary var ekki með þann sjúkdóm né aðra sjúkdóma. Einn af eiginleikum Colchicine er sá að lítill munur er á eðlilegum meðferðarskammti og banvænum ofskammti.

Mary hafði enga ástæðu til að taka inn þetta lyf og eftir þessa niðurstöðu var andlát hennar flokkað sem morð. Það hafði verið eitrað fyrir Mary. En hver gat haft ástæðu til að myrða þessa konu?

Eins og oft í svona málum féll fyrst grunur á eiginmanninn, William Yoder, sem var 63 ára gamall. Hann þótti ekki sýna sterk sorgarmerki við fráfall eiginkonunnar auk þess sem sögur fór að berast af því að hann vendi komu sínar til systur Mary fljótlega eftir dauða hennar. Var því jafnvel haldið fram að hann hefði átt vingott við systurina á meðan Mary var á lífi.

Lögreglu tókst hins vegar ekki að finna neitt sem bendlaði William við glæpinn og ekkert varðandi fjármál hjónanna eða líftryggingar vörpuðu grun á hann.

William Yoder ber vitni við réttarhöldin. Youtube-skjáskot.

Nafnlausa bréfið

Í desember þetta ár, 2015, barst lögreglu nafnlaust bréf þar sem sök var varpað á son Mary, Adam. Sagt var í bréfinu að undir sæti í bíl hans væri að finna ílát með Colchicine innihaldi. Adam var færður til yfirheyrslu og bíllinn hans skoðaður. Möguleg morðástæða fyrir Adam var arfur sem hann fékk eftir móður sína. Í bílnum fannst flaska af lyfinu banvæna. Adam neitaði því að hafa orðið móður sinni að bana.

Lögregla ræddi við fyrrverandi kærustu Adams, Kaitlyn Conley, en þau voru mikið sundur og saman. Á þessum tímapunkti höfðu þau slitið sambandi fyrir ekki löngu. Aðspurð sagðist Kaitlyn telja að Adam væri vel trúandi til þess að hafa myrt móður sína. Hún sagðist vera hrædd við hann. Eitthvað við framgöngu og orðfæri Kaitlyn vakti grunsemdir lögreglu og hún var spurð hvort hún hefði skrifað nafnlausa bréfið. Hún játti því.

Lögreglan víkkaði nú út leitarheimildir sínar og auk þess að leita á heimili hjónanna, á Krírópraktor-stöðinni og á heimili og í bíl sonarins, þá var gerð húsleit hjá Kaitlyn. Kom þá í ljós að lyfið banvæna hafði verið keypt með greiðslukorti í hennar eigu og leitarsaga í tölvu hennar sýndi að hún hafði lesið sér til um Colchicine og önnur viðlíka lyf.

Kaitlyn var ákærð fyrir morðið á Mary Yoder. Ákæruvaldið taldi að morðástæðan væri haturshugur Kaitlyn í garð Mary sem hún kenndi henni um sambandsslitin við Adam. Þetta var þó einungis kenning sem aldrei var staðfest. Talið var að Kaitlyn hefði reynt að koma sökinni á Adam.

Kaitlyn var fundin sek og dæmd í 22 ára fangelsi fyrir manndráp. Hún hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og áfrýjaði dómnum en var sakfelld á ný.

Kaitlyn og Adam voru sundur og saman. Youtbe-skjáskot

Hver kom sökinni á hvern?

Mary Yoder átti þrjár systur og eins og áður hefur komið fram hefur William eiginmaður hennar átt vingott við eina systurina. Hinar tvær eru hins vegar sannfærðar um að ekki hafi rétta manneskjan verið sakfelld. Þær telja að William hafi myrt eiginkonu sína og komið sökinni á Kaitlyn. Þær segja að lyfið Colchicine hafi verið til á kírópraktor-stöð hjónanna og að William hafi haft næga tölvuþekkingu til að fara í tölvu Kaitlyn og láta svo líta út fyrir að hún hafi keypt lyfið og leitað að upplýsingum um það. Telja systurnar líklegt að Adam sonur hans hafi tekið þátt í þessu.

Ekki hefur systrunum tekist að sannfæra lögreglu eða ákæruvaldið um þetta. Blaðamönnum og dagskrárgerðarfólki sem fjallað hafa um þetta mál þykir það hið einkennilegasta og eins og það vanti mikilvægar upplýsingar í söguna, þá aðallega um ástæður þess að Mary Yoder var myrt. Í fljótu bragði er ekki hægt að sjá að William, Adam eða sakborningurinn Kaitlyn hafi haft áþreifanlega ástæðu til að vilja Mary Yoder feiga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna