fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fókus

„Nýjar hæðir í viðbjóði“ – Þessar myndir umdeilda skopteiknarans hafa valdið mestum usla

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 20:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurðsson, er líklega umdeildasti skopmyndateiknari þjóðarinnar. Hann hefur um árabil birt skopmyndir í Morgunblaðinu og oftar en ekki valda þær usla. Myndir Helga eru ansi pólitískar og snerta gjarnan á viðkvæmum málum, en hann þykir ansi ögrandi. Þar af leiðandi hafa myndir hans oft vakið upp reiði og verið ræddar frekar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. DV tók saman sex umdeildustu myndir Helga sem hafa komið við kauninn hjá þjóðinni.

Tilefnið greinarinnar er skopmynd Helga frá því í gær þar sem hann kom með sitt innlegg í umræðuna um Ingólf Þórarinsson, betur þekktan sem Ingó Veðurguð. Líkt og flestir vita hefur Ingó verið á milli tannana á fólki eftir að fjöldi ásakana um kynferðislegt ofbeldi birtust honum á hendur á samfélagsmiðlum. Hann neitar alfarið fyrir ásakanirnar og segist ætla að leita réttar síns.

Í skopmynd Helga er talað um „öfgar sem ákveði sekt uns sakleysi sé sannað“, og þá er málinu líkt við galdrabrennur. Myndin var mikið gagnrýnd á Twitter, en einn þeirra sem setti út á hana var Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem skrifaði: „Og Moggaskrípó sem langbest væri að henda,“ líkt og um sönglagatexta væri að ræða.

Skjáskot úr Morgunblaðinu

COVID-myndir valda usla

Þá er ekki langt síðan myndir eftir Helga er tengjast heimsfaraldrinum vöktu mikla athygli og þá sérstaklega þær umdeildu skoðanir teiknarans sem endurspeglast í þeim. Á mynd sem birtist í síðasta mánuði mátti sjá óhuggulegan trúð í spítalafötum munda sprautu sem er áletruð með: „vísindi“. Yfirskrift myndarinnar er: „Harmrænt merkingarleysi mannlegrar tilveru.“ Blaðamaðurinn Jóhann Óli Eiðsson tjáði sig um myndina. „Ég skil ekkert.“ sagði hann í færslu sem vakti mikla athygli.

Skjáskot úr Morgunblaðinu

Önnur mynd sem varðaði lækningar við COVID-19 hefur vakið athygli, en á seinasta ári benti Helgi lesendum Morgunblaðsins á að nota ósonmeðferð til að lækna sjúkdóminn. Yfirskrift myndarinnar var „Covid lækning sem fellur ekki að heimsmyndinni.“, þá innihélt myndin einnig link að YouTube-rás umdeilds læknis frá Bandaríkjunum, sem mældi með meðferðinni.

Stundin fjallaði um málið, en í grein þeirra var bent á að ósonmeðferð sé samkvæmt heilbrigðisyfirvalda á heimsvísu talin skaðleg. Þá hafi lyfjastofnun Bandaríkjanna ítrekað varað við og mælt gegn meðferðinni.

Skjáskot úr Morgunblaðinu

„Nýjar hæðir í viðbjóði“

„Teiknari Moggans nær nýjum hæðum í viðbjóði í dag,“ sagði blaðamaðurinn Steindór Jónsson á Twitter um mynd Helga sem birtist í Morgunblaðinu sumarið 2019. Þá virtist Helgi ósáttur með lög sem voru nýsamþykkt á Alþingi um kynrænt sjálfræði. Mynd hans gaf til kynna að karlmenn myndu nýta sér lögin til að framkvæma ógeðfellda hluti, en á henni má sjá karllæga fígúru ganga inn í kvennaklefa til að hrella konur í sturtu. Steindór sagðist eiga erfitt með að dreifa „viðbjóðnum“ frá Helga og ákvað því einnig að dreifa mynda af honum sjálfum.

Skjáskot úr Morgunblaðinu

„Yfirleitt ekki með neitt sérstakt skopskyn“

Haustið 2018 setti Helgi harðlega út á umfjöllun í Morgunútvarpsins á Rás 2, sem var í umsjón Sigmars Guðmundssonar og Bjargar Magnúsdóttur. Þar var Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna gagnrýndur og rætt um möguleg geðræn vandamál hans. Á skopmynd Helga var gefið til kynna að það væri Sigmar sem væri geðveikur eða siðblindur. Yfirskrift þeirrar myndar var: „Falsfréttir um Trump pólitískt eineltismál?“‘

Í viðtali við DV um málið á sínum tíma sagðist Sigmar ekki taka myndina nærri sér, en sagði þó: „Þessi skopmyndateiknari er því marki brenndur að vera yfirleitt ekki með neitt sérstakt skopskyn og þess utan með svo furðulegar áherslur í teikningum sínum að maður nennir ekki að hafa sérstök orð um það.“

Skjáskot úr Morgunblaðinu

„Bara fólk sem er verulega aftengt veruleikanum sér skop í þessu“

Það var svo árið 2015 sem Helgi birti sína umdeildustu mynd. Þá varðaði myndin flóttamannastrauminn sem kom frá Sýrlandi. Á mynd teiknarans mátti sjá skip sökkva í blóðugt haf, en myndin var undir yfirskriftinni: „Helferðartúrismi ákallar hin blæðandi hjörtu.“

Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Mikið af landsþekktu fólki tjáði sig um myndina, þar á meðal var fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sem kallaði hana „brjálæðislega“ og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason spurði: „Hvernig er hægt að hlæja að fólki í neyð?“ Einnig gagnrýndi Katrín Júlíusdóttir, þáverandi þingmaður Smafylkingarinnar myndina og sagði: „Ljótt. Bara fólk sem er verulega aftengt veruleikanum sér skop í þessu.“

Skjáskot úr Morgunblaðinu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir of mörg okkar sek um þetta og ættum að hætta strax – Ræktin og kynlíf skárri kostur

Ragnhildur segir of mörg okkar sek um þetta og ættum að hætta strax – Ræktin og kynlíf skárri kostur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lýsir þungum áhyggjum af föður sínum – „Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum“

Lýsir þungum áhyggjum af föður sínum – „Ég skrifa þetta til þín með tárin í augunum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins fagnar sigri – Fær afsökunarbeiðni frá The Sun og 1,8 milljarð í miskabætur

Harry Bretaprins fagnar sigri – Fær afsökunarbeiðni frá The Sun og 1,8 milljarð í miskabætur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu