Kærustuparið Níels Thibaud Girerd og Sóley Guðmundsdóttir segja frá skemmtilegri upplifun í kynlífstækjaversluninni Blush. Fréttablaðið greinir frá.
Níels, betur þekktur sem Nilli, hefur getið sér gott orð sem leikari um árabil. Sóley er knattspyrnukona og spilar fyrir Stjörnuna.
Nilli segir frá heimsókn þeirra í Blush í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. „Við vorum að kaupa smokka, þeir fást í öllum stærðum og gerðum. Það er geðveikt. Við fengum málband með,“ segir hann.
Hann segist telja þetta vera franskt. „Þú getur mælt typpið á þér og þá geturðu sérpantað þína smokka, kemur bara með eitthvað númer og þú ert bara í stærð 12 og eitthvað […] Já, þetta er magnað,“ sagði hann.
Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni hér að neðan.