fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Málverk af Bjarna og Þorsteini Má vekur athygli

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrándur Þórarinsson listmálari stendur fyrir listasýningunni Gasalega lekkert en hún hefst á laugardaginn í Gallery Port á Laugavegi. Málverk eftir Þránd sem verður á sýningunni hefur vakið mikla athygli.

Umrætt málverk er af Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að kyssa hringinn á Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja.

Mynd/Þrándur Þórarinsson

„Ég hef fengið mikil viðbrögð, þetta vakti mikla athygli. Ég hef sjaldan fengið jafn mikil viðbrögð við mynd,“ segir Þrándur í samtali við DV en Bjarni og Þorsteinn hafa sjálfir ekki haft samband við hann. „Ég er alltaf að bíða eftir því að þeir setji sig í samband.“

Myndin er til sölu og óskar Þrándur eftir tilboðum í hana. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem málverk hans vekja umdeilda athygli en hann er einnig maðurinn á bakvið verk á borð við Nábrókar-Bjarna og Klausturfokk.

Nábrókar-Bjarni Mynd/Þrándur Þórarinsson
Klausturfokk Mynd/Þrándur Þórarinsson

Eins og áður kom fram hefst sýningin nú á laugardaginn 3. júlí en hún stendur allt til fimmtudagsins 15. júlí. Hægt er að lesa meira um sýninguna hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“